Bréf innkölluð vegna stórfelldra galla

FL Group hefur innkallað öll bréf í félaginu, þar sem komið hefur í ljós stórfelldur galli á þeim. Gallinn lýsir sér þannig að ógerlegt er að hagnast á bréfunum. Eingöngu er hægt að tapa á þeim og það stórlega.

Leifur Eiríksson, talsmaður FL Group, segir gallann ekki hafa komið í ljós fyrr en fyrir nokkrum dögum. Þó hafa bréfin verið í umferð um nokkurt skeið.

„Menn kipptu sér ekki upp við allt tapið, til að byrja með, en þegar það ágerðist fóru menn að skoða þetta betur“ segir Leifur. „Orsökin mun vera mistök í uppsetningu og prentun“ bætir Leifur við.

FL Group hyggst koma til móts við þá sem eiga hin gölluðu bréf og bæta þeim skaðann. „Auðvitað munum við gera það. Enginn mun skaðast þegar upp er staðið. Við munum skipta út öllum bréfunum fyrir önnur bréf, í Asbestverksmiðjunni hf“ segir Leifur.


mbl.is FL Group tekið af markaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

afhverju heldur ad island skuldi 130% meira en verg tjodarframleisla 

Stormur (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband