Gengur dæmið upp?

Er hægt að fara inn á 780.000 vefsíður á 9 mánuðum, á vinnutíma? Fræðilega er það líklega hægt, en varla raunhæft.

Nú veit ég reyndar ekki hvernig vinnutíma Japana er háttað. Hve marga tíma á dag þeir vinna eða hve marga daga vikunnar. Gefum okkur, í gamni, að maðurinn hafi unnið alla daga, 10 tíma á dag. Til að einfalda dæmið segjum við að hver mánuður séu 30 dagar.

Þá eru 9 mánuðir = 270 dagar. 780.000 síður á 270 dögum eru 2.889 síður á dag. 2.889 síður á dag gera þá 289 síður á klukkustund, á 10 tíma vinnudegi, sem gera aftur 4,8 síður á mínútu. Síða á 12,5 sekúndna fresti.

Gerum við ráð fyrir að maðurinn hafi eytt tíma í að skoða síðurnar, en ekki bara flett og flett, hefur hann ekki bara haft lítið að gera í vinnunni. Hann getur ekki hafa gert nokkurn skapaðan hlut. Reyndar hlýtur hann að hafa þurft að vinna mikla yfirvinnu til að ná þessum 780.000 síðum á 9 mánuðum.


mbl.is Horfði 780 þúsund sinnum á klám í vinnunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

jújú, meina hann hefur varla grandskoðað þær en þetta á alveg að vera hægt.  Svo eru meistarasmiðir klámsíðna snillingar að smíða síður sem opna margar aðrar og jafnvel leggjast á tölvuna án þess að þú vitir það.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 2.5.2008 kl. 15:40

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

en mér er það til efs að maðurin hafi horft 780.000 á klám á þessum 9 mánuðum, eins og segir í fréttinni. bara það að lesa kommentið þitt hefur líklega tekið mig 12,5 sekúndur, enda les ég hægt.

Brjánn Guðjónsson, 2.5.2008 kl. 15:53

3 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Sammála þér Brjánn. Var einmitt búin að reikna þetta út. Ef maðurinn fer aldrei frá tölvunni og situr í 24 tíma við hana þá kemst hann yfir að "horfa" á 2 síður á mínútu. Einhvernveginn gengur þetta ekki upp  og kannki spurning hvort vírusinn sem fannst og upplýsti málið hafi kannski verið einhverskonar klámvírus og leikið lausum hala eftir að maðurinn fór heim.

Anna Þóra Jónsdóttir, 2.5.2008 kl. 19:42

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

já Anna. ég held að jafnvel klámfengnasti aðili næði þessu ekki. allavega ekki ef hann eyðir einhverjum tíma í að skoða klámið

Brjánn Guðjónsson, 2.5.2008 kl. 20:06

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

kommon nanna. við erum að tala um 12,5 sí'ður á

 mínútu

Brjánn Guðjónsson, 2.5.2008 kl. 21:12

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hvaða fíflaskapur er það?

Brjánn Guðjónsson, 2.5.2008 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband