Meiri órækt, meira drasl

Eins og Bergmálstíðindi sögðu frá fyrir stuttu, er hafið hreinsunarátak í Reykjavík. Átakið hófst þann 26. apríl s.l. með hreinsunum að Laugavegi 4 -6 og hefur sú hreinsun staðið yfir fram til þessa dags.

Að sögn Ólafs F. Magnússonar, borgarstjóra, reyndist verkið meira en leit út fyrir í upphafi.

„Þetta reyndist vera miklu meira drasl en okkur óraði fyrir“ segir Ólafur. „Þá á ég ekki bara við fiskihjallana, heldur ekki síður þessa svokölluðu garða aftan við þá.“

Yfir 2 tonn af órækt hefur nú verið safnað saman í hauga við Laugaveg og bíða þess að vera fjarlægð af starfsmönnum hreinsunardeildar borgarinnar.

„Starfsmenn borgarinnar hafa unnið nótt sem dag við hreinsunina. Ég geri ráð fyrir að kostnaður við verkið slái nú hátt í fimmhundruð milljónir“ segir Ólafur.

 


mbl.is Mun meiri garðaúrgangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband