Laugardagur, 3. maí 2008
I couldn't care less
Djöfuls væl í hænsniðnaðarmönnum. Seljandi okkur 30% vatn á okurverði og hafa ekki siðferðisþroska til að halda kjafti.
Ég ætla rétt að vona að hingað flæði kjúklingur. Lítið vatnsfylltur og á mannsæmandi verði. Þessir kjúklingabarónar hér mega fara á hausinn mín vegna. Ekki græti ég þá. Þetta mun svo bara batna við inngöngu í Evrópusambandið. Þá verður vonandi meira úrval og ekki þörf á að versla við þessa andskotans mafíu.
Spáir miklum innflutningi á kjúklingabringum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þér má ekki vera alveg sama. Ísland verður að hafa einhverjar auðlindir, mér er sama hvort þú eða hænsnabóndi búi til útflutningsverðmæti eða verðmæti sem nýtast innanlands á samkeppnishæfu verði. Ég starfa við þjónustu, ég lít á mitt starf sem verðmætt og ég vil ekki missa það.
KátaLína (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 22:03
KátaLína hvernig er íslenzkur kjúklingaframleiðsla auðlind. Önnur en auðlind fyrir auðmenn í landinu til að okra á almenningi. Það er ekkert sem réttlætir að skilgreina kjúklingaiðnaðinn sem landbúnað. Heldur er þetta hrein og klár iðnaðarframleiðsla og það á ekki að vernda hann frekar en t.d plastiðnað , skipaiðnað eða whatvever. Mig hlakkar sko sannarlega til að geta verslað innfluttar bringur á viðráðanlegu verði í bónus i framtiðinni.
Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 22:13
tek undir með Þorsteini
Brjánn Guðjónsson, 3.5.2008 kl. 22:27
ég vil bara benda þér á eitt Brjánn.. það eru ekki pumpað 30 % vatni í bringur... þetta er bara uppspuni í þér.. en hitt er svo annað mál að bringur eru fáranlega dýrar á íslandi.
Óskar Þorkelsson, 3.5.2008 kl. 22:42
10% epa 30%, I don't care
allavega er ekki hægt að steikja íslenskar kjúklingabringur. þær bara soðna í öllu vatninu
Brjánn Guðjónsson, 3.5.2008 kl. 22:58
og það gerir þetta hráefni að 3ja flokks vöru
Brjánn Guðjónsson, 3.5.2008 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.