Mánudagur, 12. maí 2008
Athyglisverð rannsókn
Auðvitað er ekki vísindalegt að taka eitt tilvik og álykta út frá því. Hins vegar get ég ekki neitað að niðurstöður þessarar rannsóknar er í algerri þversögn við sjálfan mig.
Fólk sem sefur í minna en sex klukkustundir á sólarhring og þeir sem sofa í meira en níu klukkustundir eru líklegri til að borða of mikið.
Mínar svefnvenjur eru einhvernveginn á þann veg að flesta sólarhringa sef ég undir sex sólarhringum. Svo bæti ég mér það upp um helgar, með að sofa vel yfir níu tíma. Ég borða ekki of mikið. Ég borða eiginlega allt of lítið.
Samkvæmt rannsókninni, sem er ríkisstyrkt, eru þeir sem sofa laust líklegri til að reykja og hreyfa sig minna. Einnig eru þeir líklegri til að neyta meira áfengis.
Ég sef svo fast að háværa vekjaraklukkan mín er oft búin að vekja alla mína nágranna þegar ég loksins rumska. Ég reyki og hreyfi mig ekki meir en brýnasta nauðsyn neyðir mig til. Ég er líklegur til að neyta áfengis.
Öööö, þetta með ríkisstyrkinn.......sé ég ekki hvernig tengist niðurstöðum rannsóknarinnar.
Svo kemur reyndar hér...
Reykingar voru algengastar hjá þeim sem sváfu í minna en sex klukkustundir en 31% svarenda sögðust reykja daglega. Þeir sem sváfu reglulega í meira en níu klukkustundir voru einnig miklir reykingarmenn, alls 26%. Þeir sem sváfu venjulega í sjö til átta klukkustundir reyktu hlutfallslega minnst, eða 18%.
Framar kom fram að þeir sem svæfu laust væru líklegri til að reykja. Hér að þeir sem sofa í sjö til átta klukkutíma reyki hlutfallslega minna. Hvað með þá sem sofa laust, í sjö til átta tíma?
Tengsl milli offitu og svefns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.