Færsluflokkur: Lífstíll

Burt með bölmóðinn. Tökum Hemma Gunn á þetta!


Hamingja?

Hvað er hamingja? Er hamingja manns/konu háð því hvernig makinn hegðar sér? Án þess að hafa lesið bók Þorgríms, hef ég á tilfinningunni að það sé hanns skoðun. Allavega miðað við titil bókarinnar. Æjæ.

Nei. Seinast þegar ég gáði kallaðist það ekki hamingja, að gera eigin tilfinninar að framlenginu á tilfinningum annarra. Það kallast á góðri íslensku, meðvirkni.

Fólk sem er meðvirkt, af ýmsum ástæðum, leitar sér gjarnan hjálpar við að komast úr meðvirknishlutverkinu. Já, losna undan meðvirkninni til að öðlast hamingjuna. Þannig er það nú. Það er nefnilega engin hamingja fólgin í að sveiflast tilfinningalega eftir tilfinningum, skapi eða gjörðum annarra. Ó nei.

Ég hef ekki lesið þessa bók og get því ekki vitnað í hana beint. Það eina sem ég hef séð vitnað í hana er hér. Þetta brot, að maðurinn skuli tipla á eftir konunni, tilbúinn með krítarkortið, segir mér að maðurinn skuli ekki síður vera meðvirkur. Kannski hann eigi líka að brosa á réttan hátt og á rétturm augnablikum og hlægja þegar það á við.

Ekki gæfulegt samband það. Samband gegnsýrt af meðvirkni, á báða bóga. Er það hamingja, Þorgrímur?


mbl.is Karlmenn læra um konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algeria bókunin

Síðar á árinu stendur til að uppfæra hina kunnu Kyoto bókun. Verður þar bætt inn nokkrum atriðum og þannig samin ný bókun. Þetta verður gert á alþjóðlegu þingi í Túnis og mun nýja bókunin hljóta heitið Algeria bókunin.

Eitt atriðanna sem sett verða í nýju bókunina er fitu- og þyngdarkvóti. Þannig verður ríkjum úthlutaður kvóti sem takmarka á magn fitu og og þyngdar íbúa hvers ríkis.

Ekki þótti rétt að takmarka þyngd eða fituprósentu per þegn, heldur er reiknaður fituþyngdarstuðull ríkisins, sem er meðaltal margfeldis samanlagðrar fituprósentu og heildarþyngdar allra þegna ríkisins. Þetta á að koma í veg fyrir að feitum börnum og stóru grönnu fólki verði mismunað.

Þegar hefur komið fram beiðni frá Bandaríkjamönnum um að fresta þessu atriði og til vara að kvóti Bandaríkjanna verði tvöfaldur. Annað muni skapa mikil þjóðfélagsleg vandamál heima fyrir og fjöldagjaldþrot margra stórra fyrirtækja, sem og heimila.

Eins og að framan greinir mun þingið fara seint á þessu ári. Líklega í nóvember. Því er við að búast að allir Íslendingar verði kallaðir til þyngdar og fitumælingar snemma á næsta ári.


mbl.is Offita stuðlar að loftslagsbreytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverð rannsókn

Auðvitað er ekki vísindalegt að taka eitt tilvik og álykta út frá því. Hins vegar get ég ekki neitað að niðurstöður þessarar rannsóknar er í algerri þversögn við sjálfan mig.

 

„Fólk sem sefur í minna en sex klukkustundir á  sólarhring og þeir sem sofa í meira en níu klukkustundir eru líklegri til að borða of mikið.“

Mínar svefnvenjur eru einhvernveginn á þann veg að flesta sólarhringa sef ég undir sex sólarhringum. Svo bæti ég mér það upp um helgar, með að sofa vel yfir níu tíma. Ég borða ekki of mikið. Ég borða eiginlega allt of lítið.

 

„Samkvæmt rannsókninni, sem er ríkisstyrkt,  eru þeir sem sofa laust líklegri til að reykja og hreyfa sig minna. Einnig eru þeir líklegri til að neyta meira áfengis.“

Ég sef svo fast að háværa vekjaraklukkan mín er oft búin að vekja alla mína nágranna þegar ég loksins rumska. Ég reyki og hreyfi mig ekki meir en brýnasta nauðsyn neyðir mig til. Ég er líklegur til að neyta áfengis.

Öööö, þetta með ríkisstyrkinn.......sé ég ekki hvernig tengist niðurstöðum rannsóknarinnar.

Svo kemur reyndar hér...

„Reykingar voru algengastar hjá þeim sem sváfu í minna en sex klukkustundir en 31% svarenda sögðust reykja daglega. Þeir sem sváfu reglulega í meira en níu klukkustundir voru einnig miklir reykingarmenn, alls 26%. Þeir sem sváfu venjulega í sjö til átta klukkustundir reyktu hlutfallslega minnst, eða 18%.“

Framar kom fram að þeir sem svæfu laust væru líklegri til að reykja. Hér að þeir sem sofa í sjö til átta klukkutíma reyki hlutfallslega minna. Hvað með þá sem sofa laust, í sjö til átta tíma?


mbl.is Tengsl milli offitu og svefns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sake - Aðvörun!

Ég var í heimsókn í gærkvöldi hjá kunningja. Í húsi sem ég hafði ekki komið í áður. Hvað um það.

Haldiði ekki að maðurinn dragi fram svaka fínt austurlenskt glasasett og ætlar að bjóða mér sake. Sake mun vera Japanskt hrísgrjónavín. Án þess að orðlengja frekar, er það einn mesti viðbjóður sem ég hef látið upp í mig.

Þar sem ég vissi ekki leiðina á salernið, hljóp ég að útidyrunum. Ég rétt komst í dyrnar þegar ég spýjaði. Því vil ég koma þeirri ábendingu til þeirra sem enn eru svo heppnir að hafa ekki smakkað sake, að halda því óbreyttu.


Mikill hægðarauki

Segir Heimir Sigfinnsson, oddviti, um þá ákvörðun að setja niður rotþró í eynni.

„Þetta mun hafa miklar og góðar breytingar í för með sér fyrir okkur eyjaskeggja“ segir Heimir. „Hér hafa engin vatnssalerni verið hingað til og mun nýja rotþróin marka kaflaskipti í salernasögu eyjarinnar.“

Vegna sjávarstrauma umhverfis eyna hefur ekki þótt þorandi að dæla úrgangi í sjóinn við Flatey. Þess vegna hafa eyjaskeggjar þurft að notast eingöngu við kamra hingað til.

„Þetta verður allt annað líf og mikill hægðarauki fyrir okkur“ segir Heimir.


mbl.is Tímamót fyrir Flateyinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjas er til framdráttar

Þetta hefi ég löngum sagt. Alls engin ný sannindi. Áar mínir hafa fjasað um aldir alda, enda helst að ættin þjáist af andlegu ofheilbrigði. Svo ekki sé talað um hvað fjas bætir meltinguna og gefur hraustlegt og gott útlit.

Með lögum skal land byggja og með bölmóði bæta.

Lifið heil.


mbl.is Blogg gegn þunglyndi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband