KR hyggst bjóða fram

Gallup birti í dag nýja skoðanakönnun á fylgi flokanna í Reykjavík.

Samkvæmt henni hefur Samfylking fylgi tæplega helmings borgarbúa. Fylgi Sjálfstæðisflokks hefur dalað. Athygli vekur að samanlagt fylgi Framsóknarflokks og Frjálslyndra og óháðra hefur hrapað úr sjöþúsund og eitthvað niður í tvöþúsund og eitthvað. Fylgi þeirra slær einungis hátt í meðalaðsókn að heimaleikjum KR í meistaraflokki karla í knattspyrnu. Í ljósi þess boðaði knattspyrnideild KR til fundar, síðdegis, þar sem ákveðið var að félagið skyldi bjóða sig fram í næstu bæja- og sveitastjórnakosningum.

Bergmálstíðindi náðu tali af Guðfreði Jónssyni, formanns knattspyrnuráðs KR. Guðfreður segir einsýnt í ljósi þessa að tími sé til kominn að íþróttahreyfingin láti að sér kveða í stjórnmálum, enda séu íþróttafélög á jötu borgarbúa og því hægara um vik að skara eld að köku séu réttir menn við kjötkatlana.

„Það er ljóst að við stjórnvölinn getum við aflað íþróttafélögunum meiri tekna en sem nemur fimmfaldri pizzu- og pulsusölu allra hálfleikja sumarsins“ segir Guðfreður. „Reynslan sýnir að 6527 atkvæði duga til að ráða lögum og lofum hér í bæ. Við erum við þess fullviss að ná þeim fjölda. Við þurfum einungis að hala þann fjölda inn á kjördag. Síðan má fjöldi stuðningsmanna hrapa niður í fjóra eða fimm, eins og dæmin sanna. Það breytir engu.“

Aðspurður hvort það brjóti ekki gegn tilætluðu hlutverki lýðræðis, að keyra á stuðningi fjögurra eða fimm, segir Guðfreður spurninguna ómaklega og óviðeigandi.


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar mikið í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband