Miðvikudagur, 14. maí 2008
Hægðatregða í háloftunum
Flugfélagið JetBlue á yfir höfði sér skaðabótamál af höndum 25 farþega flugfélagsins. Málsástæður munu vera þær að JetBlue hafði tekið að sér að ferja hægðatregðusjúkling frá Minneapolis til Boston. Sjúklingurinn sat á salerninu alla leiðina og hamlaði þar með öðrum farþegum vélarinnar að gera þarfir sínar þar.
Ástandið var hræðilegt segir Maurice Smith, snyrtifræðingur, er var um borð í umræddu flugi. Fólk var farið að laumast í tómu sætaraðirnar og skila af sér þar. Það var gott að komast undir ferskt loft á ný.
Talsmaður JetBlue vill lítið láta hafa eftir sér um málið. Hann segir þó flugfélagið ekki halda úti rekstri almenningssalerna.
Á flugvélarklói í þrjá tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Brjánn.
Það voru engar "tómu sætaraðirnar". Þessvegna var gaurinn á salerninu!
Hvert fór þá snyrtifræðingur inn og hinir farþegarnir? Flugstjórnarklefann? Ekki yrði ég hlissa.
Kveðja, Björn bóndi.
Sigurbjörn Friðriksson, 14.5.2008 kl. 13:53
lastu ekki frétt Bergmálstíðinda? ekkert þar um að vélin hafi verið full, heldur að hægðatregðusjúklingurinn teppti dolluna
Brjánn Guðjónsson, 14.5.2008 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.