Veðurfræðilegar lokanir í Reykjavík

Gatnamálastjóri hefur ákveðið að taka upp þá nýbreytni í gatnamálum borgarinnar að loka einstökum götum eftir veðurfari. Þetta segir gatnamálastjóri auka öryggi í umferðinni.

Á góðviðrisdögum, eins og í dag, mun Pósthússtræti vera lokað fyrir bílaumferð. Í sunnan strekkingi og rigningu mun Austurstræti vera lokað fyrir umferð fótgangandi. Í sunnan strekkingi, án úrkomu, mun Aðalstræti hinsvegar vera lokað hjólreiðamönnum.

Gatnamálastjóri segir þetta tilraun og að fleiri lokanir munu ekki hafa verið ákveðnar enn. Þó sé öllum borgarbúum velkomið að leggja fram tillögur. Þannig hafi til að mynda sú tillaga komið fram að loka Miklubraut til vesturs þegar alskýjað er og hægur vindur.


mbl.is Pósthússtræti lokað vegna góðviðris
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband