Föstudagur, 16. maí 2008
Líknandi meðferð
Þetta er þáttur í lokaferlinu segir Seðlabankastjóri um gjaldmiðlaskiptasamningana sem Seðlabanki Íslands gerði nýverið við þrjá norræna banka.
Eins og fram hefur komið í fréttum, hefur íslenska krónan barist við erfiðan sjúkdóm, verðleysi. Banvænan og ólæknandi að margir telja.
Krónan okkar hefur alveg átt sín góðu tímabil, þegar verkirnir hafa ekki látið á sér bera. Nú virðist þó svo komið að meinið hefur tekið sig upp að nýju og er nú skæðara en nokkru sinni segir Seðlabankastjóri. Það eina í stöðunni er að viðurkenna ástandið og hefja líknandi meðferð. Það höfum við nú gert segir Seðlabankastjóri að lokum.
Því má bæta við að Seðlabankinn hefur opnað gjaldeyrisreikning og hafið söfnun til styrktar krónunni. Þjóðin er hvött til að taka þátt og leggja inn evrur í söfnunina. Upplýsingar um söfnunina og reikningsnúmerið má nálgast á heimasíðu bankans.
Fyrsti þáttur í lengra ferli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Alltaf fer ég að brosa eða hlæja þegar ég kem hingað...
Hver er Brian Curly?
Lára Hanna Einarsdóttir, 16.5.2008 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.