Laugardagur, 17. maí 2008
Jónatan sýknaður
Eftirréttur sýknaði í dag Jónatan Liningstone máv, af þeirri sök að hafa með yfirgangi haft í frammi hreiðurbrot og ungaát við Bakkatjörn.
Í dómi Eftirréttar segir meðal annars; Mávar hafa ekki roð í álftir og því er það útilokað að ákærði hafi getað framið verknaðinn.
Í framhaldinu hefur komið í ljós að verknaðurinn var aldrei framinn og því ljóst að Jónatan er sýkn saka. Hins vegar mun hafa sést til ferða einhvers á staðnum. Lögreglan vill lítið gefa út um það mál, en heimildamaður Bergmálstíðinda segir þar hafa verið á ferð seðlabankastjóra nokkurn sem hafi verið að gera tilraunir með stýrivexti, á fuglum.
Athugasemdir
Vinnurðu við textagerð einhvers staðar, Brjánn? Þú hlýtur að geta gert þér húmorinn og hugmyndaflugið að auðsuppsprettu!
Lára Hanna Einarsdóttir, 17.5.2008 kl. 20:52
sammála Láru þú ert skemmtilegur penni og gaman að koma hér inn þegar maður er eitthvað down. Þú er skemmtilega kaldhæðinn :)
Fjasmundur aka Fjasman hhaha notaðu þér fjas til framdráttar.. er það ekki mottóið
Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 01:38
tala nú ekki um hvað þú ert vel talandi/skrifandi...... ( vel lesinn)
Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 01:40
textagerð? það má segja það, 'in a way'
ég forrita
Brjánn Guðjónsson, 18.5.2008 kl. 07:29
en takk fyrir hrósið, dúllurnar mínar
Brjánn Guðjónsson, 18.5.2008 kl. 07:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.