Sunnudagur, 18. maí 2008
Örgjörvasugan Feisbúkk
Er á facebook og hef eignast þar vini úr öllum heimshornum. Nema hvað, þar er hægt að senda vinum sínum allskyns dótarí. Blóm, kossa, allskyns spurningalistapróf og hvað og hvað. Eftir því sem vinunum fjölgar, fjölgar öllu þessu dóti sem maður fær sent. Ég sinnti þessu samviskulega lengi vel, að taka við því sem mér var sent og listinn ávallt tæmdur. Svo var einhverntímann að ég fór ekki inn á vefinn um hríð og þegar ég mætti aftur voru sendingarnar orðnar of margar til ég gæti eða nennti að sinna þeim. Síðan hefur þeim bara fjölgað og ég ekki haft undan. Áðan ákvað ég að gera skurk og fór gegn um listann og 'ignoraði' flestar sendingarnar. Alls 410 að tölu. Úff. Nú eru 'aðeins' 45 eftir.
Það var þó ekki efni þessa pistils, allar sendingarnar. Heldur það að facebook.com er alveg ferlega þung. Ég hef tekið eftir því bæði á tölvunni heima og í vinnunni.
Alla jafna er tölvan mín þögul. Þegar reynir á örgjörvann, t.d. þegar ég þjappa stórum skrám eða er að 'exporta' lagi heyri ég viftuna fara í gang. Annars heyrist ekki múkk. Nema þegar ég opna facebook. Þá er viftan meira og minna suðandi, allan tímann.
Ansi athyglisvert. Þetta er jú bara 'aum' vefsíða. Reyndar er nú komið 'online chat' þar sem maður getur spjallað við vinina, en þetta hefur alltaf verið svona þung síða. Áður en spjallið kom til sögunnar.
Ætli facebook þurfi að finna sér betri forritara, sem kunna að skrifa almennilegan kóða?
Athugasemdir
Ég hef tekið upplýsta ákvörðun um að koma ekki nærri feisbúkk, einfaldlega vegna þess að ég læt svona "sjúga" mig upp. En mér er sagt að þetta sé mjög sniðugt.
Sunnudagskveðjur
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.5.2008 kl. 08:54
þetta er mjög fínt á þeim stundum sem manni finnst maður ekki eiga líf
en svona án gríns, þá er þetta ágætt. þarna er hægt að kynnast fólki og spjalla. samt meira skapandi að yrkja en að hanga þarna.
Brjánn Guðjónsson, 18.5.2008 kl. 09:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.