Fjallræðan

G. W. Bush hélt fjallræðu sína í dag.

Í henni skoraði hann m.a. á Bandaríkjamenn að draga sig alfarið frá mið austurlöndum.

„Við verðum að standa með góðu og heiðarlegu fólki í Íran og Sýrlandi, sem eiga mun betra skilið en það líf sem það lifir nú“ sagði Bush m.a. og vísar þar til þess að ástandið væri ekki eins og það er hefðu Bandaríkjamenn ekki hafist þar við með hernaði.

Einnig sagði Bush; „Ef helsta stuðningsríki heims við hryðjuverkastarfsemi yrði leyft að komast yfir banvænasta vopn í heimi væri verið að svíkja komandi kynslóðir.“ Honum var í framhaldinu bent á að Bandaríkin ættu nú þegar kjarnavopn í massavís.

Þá eyddi hann talinu og sagði; „Hamassamtökin væru að reyna að grafa undan friðartilraunum með hryðju- og ofbeldisverkum.“

Fjallræðan mun koma út í heild, í tveimur bindum, í haust.


mbl.is Bush hvetur til aðgerða gegn Hamas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband