Sunnudagur, 18. maí 2008
Indjáni Jóns slær í gegn
Fjórða myndin í röðinni um Indjána Jóns var frumsýnd í Cannes í dag. Myndin, sem ber heitið Indiana Jones - An old man's fart hefur hlotið lof gagnrýnenda. Í gærkvöldi var myndin kynnt fyrir félagi gagnrýnenda og var þar boðið upp á snittur og bollu. Talsmaður gagnrýnenda segir mikið til koma þótt fáir úr hans röðum hafi séð sér fært að mæta á frumsýninguna í dag.
Myndin verður tekin til sýninga hérlendis í júlí, í Stokkseyrarbíói.
![]() |
Indiana Jones fær góða dóma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Kvikmyndir | Facebook
Athugasemdir
Verst að ég er ekki gagnrýnandi, hefði vel getað hugsað mér snittur og bolluglas
Heiður Helgadóttir, 18.5.2008 kl. 17:41
Ég hélt að þetta væri um Jón Indíafara. Hann var gríðarlegur ævintýramaður, sem barðist í sjóorrustum og flandraði um fákunn lönd. Það væri þá nær að gera mynd um hann. Hann dó svo fótalaus í kör nálægt Súðavík blessaður.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.5.2008 kl. 19:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.