Mánudagur, 19. maí 2008
Eru leiðindin þess verð?
Var að fá símtal frá stóra bróður. Ertu ekki búinn að opna póstinn þinn? spurði hann. Ég leit á umslagahauginn á eldhússborðinu. Nei. Ekki nýlega svaraði ég. Hann spurði hvort ég hefði ekki fengið umslag frá HR. Jú, það víst. Ég opnaði það og las yfir. Einhver kynning á mastersnámi. Úff, þegar ég kláraði bé-essinn vorið 2004 var ég kominn með námseitrun. Gat ekki hugsað mér að setjast á skólabekk næstu 100 árin. Sér í lagi ekki í eitthvert þurrt akademískt nám eins og mastersnám. Ðökk, hvað ég hata þurr fræðilegheit.
Ætla samt að kíkja á kynningarfund með gamla. Ég á þó alveg eftir að sjá mig fara í þurrkunntulegt mastersnám. Fræðilegheit og annan viðbjóð. Maður veit þó aldrei sína ævi fyrr en öll er.
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt 20.5.2008 kl. 00:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.