Sandskatan gengur til liðs við Hrefnuveiðimenn

Í frétt Bergmálstíðinda fyrir rúmum mánuði síðan var sagt frá fyrirhuguðum veiðum félagsins Hrefnuveiðimanna. Í ljósi þess hve vel þær veiðar tókust hafa félagsmenn Sandskötunnar, Samtaka hagsmunaaðila að hagsmunasamtökum, ákveðið að leggjast á sveif með Hrefnuveiðimönnum.

Í samtali við Bergmálstíðindi segir Stulli Jóns, talsmaður Sandskötunnar, þetta vera rakið dæmi. „Það þarf engan eldflaugasérfræðing til að reikna þetta dæmi. Við Sandskötungar erum að megni til einstæðir og hér erum við að tala um fjörutíu Hrefnur, af mörgum þúsundum. Jú dú ðe maþþ.“

Samkvæmt tölum frá Hagstofunni búa um 44.000 Hrefnur hér á landi. Þar af munu um 20.000 vera á 'veiðanlegum aldri' eins og það er orðað í skýrslu Hagstofunnar.

„Maður sér það strax. 40 af 20.000! Ansi góðar líkur á góðum afla“ segir Stulli að lokum, glaður í bragði.

 


mbl.is Hagsmunaaðilar fagna hrefnuveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband