Þriðjudagur, 20. maí 2008
Fundust eftir 5 tíma
3 strákar villtust í Heiðmörk í dag. Að sögn björgunarsveitarinnar Hjörleifs, barst tilkynning um hvarf þeirra eftir hádegi í dag. Þeir höfðu lagt af stað frá Hafnarfirði í morgun og ætlað sér að ganga til Hveragerðis. Þegar þeir mættu ekki í miðdegiskaffi í Litlu Kaffistofunni, eins og ráð var fyrir gert, var ákveðið að hefja leit. Undir kvöld fundust þeir við Rauðhóla og höfðu þeir þá fundið forláta golfkylfu og farið að leika sér með hana.
3 strákar villtust í Þórsmörk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þú ert fyndinn :)
Andrea, 20.5.2008 kl. 23:57
ég þakka hlý orð í minn garð, yðar háæruverðug
Brjánn Guðjónsson, 21.5.2008 kl. 00:06
Hvaða djöfulsins þvæla er þetta? Ég var einn af þessum sem týndist og þú ert skal ég segja þér EKKI fyndinn.
Alex (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 19:42
sorrý Alex minn. Fyrst allt fór vel og þið heilir á húfi, fannst mér í lagi að gera smá grín. Annars hefði ég aldrei gert það.
Brjánn Guðjónsson, 22.5.2008 kl. 19:45
Verð nú að segja að kennararnir gerðu smá grín að manni fyrir að vera villast þarna bara rétt hjá en við vorum því á hættu svæði þ.a.m stóru grjót hruni o.s.frv.
Alex Kári (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 19:46
bara gott að þetta fór allt vel og þið eruð heilir á húfi. það er fyrir öllu.
Brjánn Guðjónsson, 22.5.2008 kl. 19:52
Já segðu
Alex (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 19:55
Alex þú verður samt að viðurkenna að þessar sígó pásur þínar í grunnskóla eru ornar soldið slæmar.. byrjaður að villast :'D hahaha
Fjalar (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.