Föstudagur, 23. maí 2008
Ísland sigurstranglegt?
Við getum alveg unnið á laugardag sagði Friðrik Ómar, í samtali við fréttamenn. Þetta er tæknilega rétt hjá honum, þar eð lokakeppnin hefur ekki enn farið fram og því eru öll lögin, 25 að tölu, jafnlíkleg til sigurs. Hinsvegar, samkvæmt veðbönkum, eru íslendingar ekki líklegir til sigurs. Um er að ræða þessa sömu gömlu veðbanka, oftast breska, sem áður hafa spáð Gleðibankanum, Sókratesi, Hægu og hljóðu, og öðrum íslenskum 16.-sætislögum velgengni. Oftast spá þessir sömu, bresku, veðbankar bretum sigri. Sama hvaða krapp þeir bjóða álfunni upp á. Fyrir stuttu var Írski páfagaukurinn Magnús efstur á lista hjá þeim.
Svo það er best að bíða bara og sjá. Spara sér veðmálin og nota heldur peninginn í eitthvað annað. Til dæmis í ölkassa, eða svo, eins og sönnum Íslendingum sæmir.
Ísland verður 11. í röðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 01:42 | Facebook
Athugasemdir
Það er nú ekki hlustandi á þetta án öls
Hólmdís Hjartardóttir, 23.5.2008 kl. 01:59
og eftir því sem meira öl er innbyrt, þeim mun ofar lendir íslenska lagið. svo...bara að standa sig sko.
Brjánn Guðjónsson, 23.5.2008 kl. 02:02
Jamm, þá verður sko hellt í sig, ekki á hverjum degi sem að maður fær svon góða afsökun fyrir því að hella í sig, konan getru ekki einu sinni sagt neitt við því .
En ekki getur þú helt í þig Brjánn minn þá, þar af leiðandi verður þú að hlusat á þetta edrú, greið þú! en þú hefur þó alla vegna börnin þín hjá þér til þess að hugga þig.
Steini tuð (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 10:52
Þau eru nýju Sigga og Grétar í stjórninni. Hljóta að taka þetta.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 23.5.2008 kl. 11:50
já eða kaupa Lindubuff fyrir allan peninginn. Lalalalalala
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2008 kl. 12:24
já, ætli ég skelli mér ekki bara í Lindu-buffið
Brjánn Guðjónsson, 23.5.2008 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.