Föstudagur, 23. maí 2008
Næstum óraunverulegar veðurspár
Það má með sanni segja að veðurspár fyrir næstu daga virðist vera óraunverulegar, þar sem spáð er um 25 stiga hita og heiðríkju.
Hvernig skyldi standa á þessari einmuna veðurblíðu og það svo snemma sumars? Bergmálstíðindi lögðu spurninguna fyrir Veðurstofustjóra.
„Eins og menn vita hefur Veðurstofan lengi átt í fjárhagserfiðleikum. Hár rekstrarkostnaður og lítil sala í íslenskum sudda- og strekkingsveðurspám“ segir Veðurstofustjóri. „Veðurstofan hefur nú sagt upp öllum veðurfræðingum og hætt gerð veðurspáa. Þess í stað höfum við náð góðum samningum við veðurstofur í Evrópu um kaup á notuðum veðurspám þaðan. Spáin sem gildir á Íslandi um helgina, er keypt frá norður Þýskalandi og gilti hún þar um seinustu helgi.“
Það þykir með ólíkindum að engum hafi dottið þessi lausn í hug fyrr. Hve marga áratugi vosbúðar og viðbjóðs hefðu Íslendingar getað sparað sér? Ekki náðist í veðurmálaráðherra í dag. Hann er í fríi á Kanarí.
![]() |
Næstum óraunveruleg veðurspá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Arg, það hlaut að vera að hún væri notuð þessi. Var að furða mig á þessari "óraunverulegu" spá.
Sjúkkitt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2008 kl. 12:51
Sporðdrekinn, 23.5.2008 kl. 12:59
Nú nú er verið að draga saman þarna hjá Bergmálstíðindum, notaðar veðurspár foj enda ekkert veður til að hrópa húrra fyrir hér í höfuðborginni :(
ofurskutlukveðja
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 15:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.