Næstum óraunverulegar veðurspár

Það má með sanni segja að veðurspár fyrir næstu daga virðist vera óraunverulegar, þar sem spáð er um 25 stiga hita og heiðríkju.

Hvernig skyldi standa á þessari einmuna veðurblíðu og það svo snemma sumars? Bergmálstíðindi lögðu spurninguna fyrir Veðurstofustjóra.

„Eins og menn vita hefur Veðurstofan lengi átt í fjárhagserfiðleikum. Hár rekstrarkostnaður og lítil sala í íslenskum sudda- og strekkingsveðurspám“ segir Veðurstofustjóri. „Veðurstofan hefur nú sagt upp öllum veðurfræðingum og hætt gerð veðurspáa. Þess í stað höfum við náð góðum samningum við veðurstofur í Evrópu um kaup á notuðum veðurspám þaðan. Spáin sem gildir á Íslandi um helgina, er keypt frá norður Þýskalandi og gilti hún þar um seinustu helgi.“

Það þykir með ólíkindum að engum hafi dottið þessi lausn í hug fyrr. Hve marga áratugi vosbúðar og viðbjóðs hefðu Íslendingar getað sparað sér? Ekki náðist í veðurmálaráðherra í dag. Hann er í fríi á Kanarí.


mbl.is Næstum óraunveruleg veðurspá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Arg, það hlaut að vera að hún væri notuð þessi.  Var að furða mig á þessari "óraunverulegu" spá.

Sjúkkitt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2008 kl. 12:51

2 Smámynd: Sporðdrekinn

Sporðdrekinn, 23.5.2008 kl. 12:59

3 identicon

Nú nú er verið að draga saman þarna hjá Bergmálstíðindum, notaðar veðurspár foj enda ekkert veður til að hrópa húrra fyrir hér í höfuðborginni :(

ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband