Laugardagur, 24. maí 2008
Allt vitlaust!
Það er margt fyrirséðara í tilverunni en margan grunar.
Bloggheimar loga þessa stundina. Önnur hver færsla um úrslit söngvakeppninnar og hvað þetta sé allt saman glatað og mikið svindl.
Fyrirkomulagi keppninnar var breytt í ár, eftir að áhrifamestu ríkin innan EBU (Samband Evrópska sjónvarpsstöðva) höfðu setið eftir í undankeppnum undanfarinna ára. Nú voru haldnar tvær undankeppnir og jafnframt áhrifamestu ríkin gerð að útvöldum gullkálfum. Þau áttu tryggð sæti í lokakeppninni.
Þessi staða hinna útvöldu hefur verið áberandi í lokakeppnunum tveimur, þar sem sýnishorn af þeirra lögum hafa verið leikin og jafnframt tekið fram að þau þurfi ekki að fara gegn um síu undankeppninnar. Mín tilfinning var, fyrir keppnina í kvöld, að þau myndi líklega líða fyrir þetta. Þau yrðu 'dissuð'. Þó taldi ég að líklega yrði þó franska lagið eitthvað ofar en hin. Spá mín gekk eftir.
Ég tel alveg víst að á næsta ári muni reglum aftur breytt. Eða eftir tvö ár, eftir að leikurinn frá í kvöld hefur endurtekið sig að ári.
Ég tel öruggt að dómnefndir munu fá aukið vægi í atkvæðagreiðslunni. Nú var dómnefnd notuð sem mótvægi (lítið þó) við símakosninguna í undankepnunum. Ég tel ólíklegt að gamla kerfið verði tekið upp aftur, þar sem eingöngu dómnefndir greiddu atkvæði. Ég tel að vægið verði 50/50 milli símakosninga og dómnefnda.
Ekki veit ég hvaða reglur gilda um samsetningu dómnefnda, en ljóst er að það má setja þeim ákveðinn ramma um á hvaða forsendum lög skuli dæmd. Engar reglur er hinsvegar hægt að setja um slíkt meðal almúgans. Þar er bara hrein vinsældakosning í gangi og vægi laga og flutning þeirra er frekar lítið.
Viðbót:
Já, og/eða að einungis þau ríki sem keppa til úrslita fái að greiða atkvæði. Það er auðvitað bull að öll (a-Evrópu) ríkin sem sátu eftir hafi síðan í unnvörpum fengið að leggjast á sveif með hinum, að kjósa.
Athugasemdir
Er þetta ekki aðalviðburður ársins? það er engin furða að þú og allir hinir verði vitlausir. Þetta var nú frekar spennandi keppni. Þrátt fyrir það að svona lélegt lag hefði unnið keppnina
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.5.2008 kl. 00:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.