Ákveðin mistök

Í Silfri Egils, fyrr í dag, voru formenn stjórnmálaflokkana einróma á þeirri skoðun að setning laganna um eftirlaun þingmanna, ráðherra og æðstu embættismanna, sem sett voru árið 2004, hafi hvorki verið slæm mistök, klaufaleg mistök, eða bara einfaldlega mistök. Nei, þeir segja setninguna hafa verið 'ákveðin' mistök. Það hafi allt frá upphafi verið harðákveðið að setja umrædd lög og allir verið á einu máli um það. Því verði gjörningurinn að teljast ákveðin mistök. Mjög ákveðin mistök.
mbl.is Mistök gerð við setningu eftirlaunalaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

óskaplega lítill áhugi er á að leiðrétta þessi "mistök". .Þetta er lögvarinn þjófnaður.

Hólmdís Hjartardóttir, 25.5.2008 kl. 14:31

2 identicon

Það er líkast til 'ákveðið' líka að leiðrétta ekki mistökin. Fáir tilburðir til þess hafa alltént sést hingað til...

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 15:43

3 Smámynd: Tiger

  Það var bara einn ákveðinn einræðisherra þarna forðum - sem klárlega útbjó þessa stefnu - sjálfum sér til handa - til að tryggja afkomu sína sem feit og rík eftirlegukind, nebbnilega Landspabbi sjálfur. Auðvitað gerði hann þetta allt með sjálfan sig í huga, mikill vill alltaf meira og einræðisherrar hlaða ætíð hátt undir eigin rass áður en þeir hverfa af stórum stólum.

Knús í þig boxari .. over and out.

Tiger, 25.5.2008 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband