Hið þrískipta vald

Oft er talað um hið þrískipta vald lýðræðisríkis; löggjafavald, dómsvald og framkvæmdavald.

Í eina tíð var sá háttur hafður á hérlendis, að lögregluembætti fóru jafnan með dómsvald sem og sitt hefðbundna framkvæmdavald. Þessu var breytt eftir dóm suður í Evrópu. Nú fer lögregla ekki lengur með dómsvald.

Mér verður oft hugsað til þess hvernig þessu er háttað varðandi löggjafavaldið og framkvæmdavaldið. Þegar kemur að Alþingi versus ríkisstjórn, dettur mér gjarnan í hug tveir ísmolar sem bráðið hafa saman.

Nú tíðkast ísmolafyrirkomulagið víðar en á Íslandi. Það þykir mér þó engin bót.

Það verður heppilegt fyrir Geir H. Haarde, forsætisráðherra, æðsta mann framkvæmdavaldsins, að leggja frumvarp fyrir löggjafavaldið Alþingi, skipta síðan um jakka og greiða atkvæði um frumvarpið, sem þingmaður löggjafavaldsins. Skella sér síðan í framkvæmdavaldsjakkann á ný og starfa eftir hinum nýju lögum, sem frumvarp hans verður þá orðið að.

 

Svona á að gera þetta Wink Setja sjálfur reglurnar sem maður þarf að starfa eftir.


mbl.is Frumvarp um lánsheimild lagt fram í vikunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband