Mánudagur, 26. maí 2008
Góður andi
Sveitarfélag Akraneshrepps hélt opinberan miðilsfund í kvöld. Svo góð mæting var á fundinn, að færri komust að er vildu. Miðill fundarins að þessu sinni var Markús Þór Hafsteinsson, bóndi og sjáandi.
Þar sem dimmt hefur verið yfir sveitarfélaginu áttu margir von á að í pontu miðilsins myndu mæta púkar og djöflar. Það fór á annan veg.
Sá fyrsti og síðasti, sá eini, er sté í miðilspontuna kallaði sig Michael. Hann mun vera vel þekktur úr andaheimum. Hann talaði um ást sína á tónflæði og dansflæði. Sagði að mannfólkið yrði að gefa öllu flæði tækifæri. Hvort heldur er flæði hugmynda, sjávar eða fólks.
Margir viðstaddra tengdu komu Michaels við palenstínskar konur.
Michael sagðist ekki vilja taka pólitíska afstöðu og þar sem honum fannst hann hafa talað um of með flæði fólkst [til Akraneshrepps] ákvað hann að taka lagið, til að gæta jafnvægis í umræðunni.
Lauk fundinum því með að Michael flutti lagið Beat it og dönsuðu fundargestir með.
Góður andi á upplýsingafundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hanagangur á hóli. Ligg hér í hláturskasti .. hefði svo sannarlega viljað vera á þessum miðilsfundi. En, það verða örugglega fleiri svona fundir áður en langt um líður - enda eru til margir undarlegir "Magnúsar Þórar" um víðan völl sem rugga bátnum sem ber góðan anda um land og þjóðvegi.
Tiger, 26.5.2008 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.