Hjónum bjargað

Eldri hjónum, sem lagt höfðu á Hvannadalshnjúk, var farsællega bjargað nú undir kvöld. Hjónin, sem eru um áttrætt, fengu þá flugu í höfuðið að klífa hæsta fjall landsins áður en ævin yrði öll. Starfsmaður elliheimilisins Grundar, þar sem hjónin búa, ók þeim að rótum fjallsins þaðan sem þau lögðu upp.

Er þau voru u.þ.b. hálfnuð festi konan göngugrind sína í íssprungu. Þá hringdu þau í 112 og ákváðu að halda kyrru fyrir þar til hjálp bærist. Björgunarsveitin Ögmundur, frá Höfn, brást eins skjótt við og unnt var. Reyndar tók um 4 tíma að komast upp á fjallið, en fyrsti tíminn telst ekki með, þar sem björgunarsveitarmenn voru þá uppteknir yfir Mythbusters, á Discovery channel. Með dyggri aðstoð Landhelgisgæslunnar var hjónunum komið niður af fjallinu.


mbl.is Bjargað af hálendinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg

æii krúttin ég hefði viljað sjá þau

Ingibjörg, 27.5.2008 kl. 22:24

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frábær leið til að enda ævina.  Drepa sig á hæsta tindi.

Bara ef satt væri þarna villingurinn þinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.5.2008 kl. 16:57

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eru þessi hjón nokkuð á myndinni í síðuhausnum hjá þér?  Muhahahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.5.2008 kl. 16:58

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þau komust ekki í síðuhausinn sökum ónægrar fjasgirni

Brjánn Guðjónsson, 28.5.2008 kl. 18:35

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

en Jenný mín, þau enduðu ekki ævina. þeim var bjargað, farsællega

Brjánn Guðjónsson, 28.5.2008 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband