Miðvikudagur, 11. júní 2008
„Engin tilviljun. Bara heppni“
Segir Erlendur Karlsson, lögreglumaður á Seyðisfirði, sem hefur fengið viðurnefnið Karlmaður, fyrir hreysti.
Í morgun vaknaði grunur um að stór hassfarmur væri um borð í skipinu. Við leit um borð fundust nokkur hundruð kíló af hassi. Talið var í fyrstu að um svokallað meint hass væri að ræða, en við nánari skoðun kom í ljós að um ætlað hass var að ræða.
Erlendur Karlmaður Karlsson vildi ekki láta hafa neitt eftir sér hvort þetta þýði vægari eða þyngri refsingu. Það verði að koma í ljós. Um tilviljun og heppni sagði hann þó, „það er engin tilviljun að hundurinn fann þetta, en það var heppni. Hundaheppni, enda hundurinn einstaklega heppinn að eðlisfari.“
![]() |
Ekki tilviljun að hass fannst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hólmdís Hjartardóttir, 11.6.2008 kl. 18:39
Ætlað hass er miklu alvarlegra en meint hass... var þetta virkilega ætlað hass... vááá menn eru svalir...
Brattur, 11.6.2008 kl. 20:44
uss, þá er hinn meinti hollendingur í vondum málum. nema hann sé ætlaður hollendingur?
Brjánn Guðjónsson, 11.6.2008 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.