Bandaríkjastjórn heitir 10 milljónum dala

Condoleeza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur lýst yfir að hin ýmsu bandarísku fyrirtæki sem nú berjist í bökkum í Afganistan muni fá 10 milljónir dala aðstoð á næstunni.

Peningunum mun verða veitt gegn um hið opinbera kerfi Good will for good friends, sem hefur gefið góða raun fram til þessa. Að minnsta kosti 45 milljörðum dala hefur verið veitt gegn um kerfið frá árinu 2003 sem opinberlega hefur verið veitt til Íraka þótt í raun renni féð til bandarískra fyrirtækja, eða hverfi með öllu.

Frú Rice segist þess fullviss að milljónirnar tíu muni renna á rétta staði en ekki enda í einhverju félagslegu bulli, eða „Some social crap“ eins og hún orðar það sjálf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

 Það er alltaf gott að vita að landsfeður víða í heiminum eru til í að styðja við bakið á fyrirtækjunum um allar tryssur - en stinga á sama tíma sultarhníf í bakið á þeim sem mesta hjálpina þurfa í raun og veru. Yndisleg þessi peningapólitík ...

Hugs and kisses á þig ljúfi boxer - alltaf gaman að kíkja á þig og lesa það sem þú framreiðir handa okkur. Bara flottur penni amigo! Nó dábdt abátit...

Tiger, 12.6.2008 kl. 03:16

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sagði hún "some social crap"?

Þessi kona!

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.6.2008 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband