Niðursetningurinn Bóbó

Nú eru föðurbetrungarnir mínir á leið í útlandið, á morgun.

Í gærkvöldi kom dóttirin með niðursetninginn Bobó, sem mun eiga hjá mér heimilisfesti á meðan, sem og mánuðinn sem þau verða svo hjá mér eftir ferðina. Bóbó var ráðstafað plássi í herberginu hennar og breiddi ég yfir hann teppi fyrir nóttina. Það vildi svo ekki betur til en svo í morgun að ég steingleymdi honum áður en ég fór til vinnu. Það var því ekki fyrr en ég kom heim í kvöld, eftir góða kveðjumáltíð með föðurbetrungunum, að næturástandi Bóbós var aflétt. Í sárabætur fær hann að vera hjá mér í stofunni í kvöld. Við skröfum og skeggræðum.

Bóbó er frekar rólyndur, en hefur sterkar skoðanir á ýmsum málum. Ég held okkur eigi eftir að lynda. Þó er hann feiminn og var ekki hrifinn af að sitja fyrir á mynd. Þó náðist ein fyrir rest.

Bóbó


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Okkar niðursetningur heitir Bördí Jennýjarson (eftir nöfnu minni hehe) og hann er í lausagöngu og heldur til upp á bókaskápnum.  Hann kúkar á Bítlaávarpið eða DaVinci Code.

Lalalala

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.6.2008 kl. 22:09

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hahahaha

sá kann að velja sér konungleg salerni. minnir mig á listann hjá Jónu Ágústu. ef þetta er ekki að hafa formlegar hægðir, veit ég ekki hvað formlegar hægðir eru.

Brjánn Guðjónsson, 12.6.2008 kl. 22:12

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þessar hægðir hjá Bördí Jennýjarsyni eru mjög littererar...    Kannski Bóbó Föðurbetrungsson öðlist nýja innsýn í lífið hjá þér og temji sér skemmtilega (ó)siði!

Lára Hanna Einarsdóttir, 12.6.2008 kl. 22:14

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

já, það verður gaman að fá að kynnast honum.  já og hans hægðavenjum

vona samt honum muni ekki finnast píanóið hæfa til slíkra verka.

Brjánn Guðjónsson, 12.6.2008 kl. 22:18

5 identicon

Brjánn þú þarft eiginlega að hafa fuglinn inni í stofu hjá þér, þar sem að fuglar eru félagsverur, hann getur byrjað að reita af sér fiðrið ef að honum leiðis og jafn vel dreppist úr leiðindum. líka passa þig á því að breiða ekki of mikið eða ofnota það að breiða yfir hann, hann getur þá vanist því og þá hættir það alveg að virka.

fuglinn minn hefu mjög gaman að því að sitja á skjánum á meðan ég er í tölvuni og reyna að naga skjáinn, já og svo finst honum lyklaborðið vera einstaklega góður staður til að gera þarfir sínar á. heheheh

Steini tuð (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 09:13

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

bara svo við höfum það á hreinu, þá er ég ekki á leiðinni að hafa hann nagandi lyklaborðið eða skítandi á píanóið í tíma og ótíma. vitanlega fær hann að vera í sollinum, en þurfi ég hljóð fær hann að dúsa í herberginu á meðan. hann hefur skoðanir á tónlist. því komst ég að í gær.

ég plantaði honum framan við spegil í morgun. hann hefur þá félagsskap

Brjánn Guðjónsson, 13.6.2008 kl. 10:25

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Tveir furðufuglar í sama húsi.     

Anna Einarsdóttir, 13.6.2008 kl. 15:40

8 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ekki spurning, en meðaltal furðstuðulsins lækkaði, batnaði, við tilkomu Bóbós

Brjánn Guðjónsson, 13.6.2008 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband