Fimmtudagur, 12. júní 2008
Moog
Robert Arhur Moog, er faðir hljóðgervlanna. Snemma á sjöunda áratugnum hóf fyrirtæki hans að selja hljóðgervla, byggða á hans hönnun. Í raun afar einföld hugmynd en snjöll. Að nota nokkra (tvo eða fleiri) sveiflugjafa (e. oscillators). Hver sveiflugjafi myndar sína einföldu bylgju, en með að blanda þeim saman má framkvæma margskonar bylgjusamsetningar og þal. mismunandi hljóð. Tíðni sveiflugjafanna var svo stýrt með hljómborði. Einnig voru síur til að breyta eiginleikum bylgjanna. Fyrstu hjóðgervlarnir voru einradda (e. monophonic) sem þýddi að aðeins gátu þeir spilað eina nótu í einu og því ekki hægt að spila á þá hljóma. Síðar komu fram fjölradda hljóðgervlar.
Skemmtileg kynning á Mini Moog hljóðgervlinum.
Lengi vel voru allar stillingar gerðar með hnöppum, þar sem hljóðgervlarnir voru hliðrænir (e. analog) og ekkert tölvu...neitt. Þal. var heldur ekki hægt að vista stillingar. Síðar hófu aðrir framleiðendur að framleiða eigin hljóðgervla og á níunda áratugnum komu fram hljóðgervlar sem buðu upp á að vista stillingar og þannig gátu menn átt safn af mörgum stillingum (mismunandi hljóðum).
Hröð þróun varð í hljóðgervlabransanum á níunda áratugnum. Um 1980 komu 'samplerarnir' fram. Tæki sem buðu upp á að taka upp hljóð og spila gegn um hljómborð. Aðferðin var einföld. Hærri nótur spiluðu upptökuna hraðar og fengu þannig hærri tón og lægri nóturnar hægar til að fá lægri tón.
Snemma á níunda áratugnum kom fram MIDI (Musical Instrument Digital Interface) staðallinn, sem var bylting. MIDI gerir kleift að tengja saman hljóðfæri og nota eitt til að spila á annað. Með þessu opnaðist möguleikinn að búa til MIDI upptökutæki (e. sequencers). Þannig mátti taka upp mörg hljóðfæri (þe. nótnainnsláttinn, ekki hljóð) og láta síðan tækið spila allt saman.
Moog er goðsögn. Hér flytja The Moog Coockbook lagið Black hole sun, eftir Chris Cornell eingöngu leikið á Moog hljóðgervla, ásamt trommuheila.
Á níunda áratugnum héldu hjóðgervlar að þróast og fram komu hljóðgervlar, ss Yamaha DX7, sem alfarið voru stafrænir þótt grunnhugmyndin væri ávallt sú sama og hjá Moog. Einungis útfærslan öðruvísi.
Ef ekki væri fyrir Moog, MIDI og stafrænu tæknina, værum hvorki ég né restin af heiminum að smíða tónlist í tölvunni heima.
Það sem helst hefur staðið hljóðgervlum fyrir þrifum er að menn hafa gjarnan sett þá í það hlutverk að reyna að apa eftir öðrum 'raunverulegum' hljóðfærum, sem er auðvitað tóm firra. Hljóðgervlar eiga að fá að njóta þess að hafa sinn eigin hljóm sem hvorki píanó, strengir eða önnur hljóðfæri geta leikið eftir.
Nú hefur Moog fyrirtækið kynnt til sögunnar enn eina byltinguna. Rafgítar sem ég veit ekki hvað skuli kalla. Samkvæmt kynningarmyndbandinu er þar ekki um neina tölvugaldra að ræða, heldur einungis nýja tækni í hljóðdósum (e. pickups)
Athugasemdir
Eitt sinn tók ég mig til og fór út í að læra á orgel - átti lengi gott hljómborð og var orðinn þokkalega góður sem slíkur, en þá kom babb í bátinn og ég snarhætti - en það er of löng saga til að segja hérna sko. Kann víst eitthvað ennþá en hef ekki fylgst með tækninni á þessu sviði - einum of flókið fyrir mitt litla heilabú.
Eigðu ljúfa nótt skottið mitt og sweet dreams all night long..
Tiger, 13.6.2008 kl. 02:07
mörg eru bátsböbbin. þú átt örugglega eftir að draga fram gripinn við tækifæri.
Brjánn Guðjónsson, 13.6.2008 kl. 10:28
Er menn að breytast í wikipediu? Skemmtilegur fróðleikur samt atarna greinilegt must að kaupa svona gítar...
Kjósum Stulla og Arnþrúði;)
moi101 (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 10:31
fjasipedia.com
Brjánn Guðjónsson, 13.6.2008 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.