Mánudagur, 30. júní 2008
Óðaverðbólga í Evrópu
Nú berast fréttir af óðaverðbólgu á Evrusvæðinu. Þvílíkt og annað eins mun ekki hafa sést síðan í Weimar lýðveldinu á millistríðsárunum. Þykja þessar fréttir vatn á myllu þeirra sem andvígir eru inngöngu Íslands í Evrópusambandið og upptöku Evrunnar.
Einn ötulasti andstæðingur Evrunnar á Íslandi er ónefndur maður. Bergmálstíðindi leituðu álits hans á fréttunum.
Þetta staðfestir vitleysisgang Evrópusinna. Við Íslendingar njótum þess að hafa okkar eigin mynt og geta því haft okkar eigin 14% verðbólgu. Enga svona 4% veimiltítulega verðbólgu.
Nú hefur Seðlabanki Evrópu brugðist við með stýrivaxtahækkun. Hvað finnst ónefndum um það?
Oooohhh, það er sexý hluti fréttarinnar.
Verðbólga 4% á evrusvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Já við erum víkingar, ekkert aum einnartöluprósenta verðbólgu fyrir oss.
Úje.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.6.2008 kl. 11:00
nákvæmlega
Brjánn Guðjónsson, 30.6.2008 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.