Sunnudagur, 20. júlí 2008
Monopolytíðindi
Föðurbetrungarnir og ég héldum áfram fjármála- og umsýsluspilinu Monopoly í kvöld. Leiknum sem við hófum í gærkvöldi.
Ég hafði ekki spáð í það fyrirfram, en þetta er ágætis leið til að kenna þeim ýmis fjármálafyrirbæri, s.s. hvað tryggingaveð er og lögmál framboðs og eftirspurnar. Undir- og yfirboð. Hvenær maður er í stöðu til að prútta kaupverð niður og söluverð upp. Viðskipti með eignir á opnum markaði er leyfð. Í spilið vantar hinsvegar vexti af lánum. Höfum rætt að innleiða og útfæra reglur um vexti í næsta leik.
Framvindan í kvöld var á þann veg að ég hagnaðist verulega á leigu af eignum mínum og stofnaði Brjánn Group.
Á morgun verður leiknum haldið áfram. Leikið verður til þrautar þar til eitthvert okkar stendur uppi með allar eignir. Eðlilega, enda heitir leikurinn Monopoly.
Duff gardens og lestarstöðvarnar hafa skilað sínu.
Þessi hétu Reynimelur og Víðimelur í Matador.
Bóbó var hengdur upp á krók í kvöld. Allt svo, búrið hans. Hann var í sjöunda himni með þá ráðstöfun, enda hans líkar hrifnastir af að vera ofarlega og hafa yfirsýn. Hann hefur verið og verður skilinn útundan í Monopoly. Hann er of mikill sósíalisti fyrir þann leik. Hann myndi ríkisvæða allt klabbið.
Athugasemdir
Leigir þú börnunum þínum eignir á okurverði ? Ruddi !!
Anna Einarsdóttir, 20.7.2008 kl. 10:00
Ó já, þegar kemur að spilamennskunni er ég hið mesta dusilmenni
Brjánn Guðjónsson, 20.7.2008 kl. 17:14
Já fuglinum líður auðvitað betur ofarlega kallinn minn. Fuglinn minn var að fá einhvern heim í fyrstaskiptið síðan á fimmtudaginn og núna er mánudagur það var mikil hamingja hjá honum að fá að komast út að fljúga og fá félagsskap. Ég lofa því að Bóbó er ekki sósíalisti, hann er pott þétt argasti kapítalisti það eru það allir fuglar, hann mundi stela öllum eignunum og fær þær á sinn reit.
en góða skemmtun kallinn minn með föðurbetrungunum.
Steini Tuð (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.