Heimsskortur á rofum

Ástandið í rafvörugeiranum hefur verið bagalegt undanfarið. Ljósarofar hafa t.d. verið illfáanlegir vegna gífurlegrar eftirspurnar.

Sigrún Karlsdóttir, innkaupastjóri Rafvöruverslunarinnar, segir þetta ekki hafa verið svo slæmt hérlendis. „Við höfum átt svo mikið á lager að ástandið hér hefur verið skaplegt“ segir Sigrún. „Nú er þó svo komið að allir rofar eru uppseldir, utan einstaka dyrabjöllurofa. Það seldist allt upp fyrir helgina, en sending er á leiðinni sem ætti að koma í hús síðdegis á morgun.“

Rafvirkjum landsins er því bent á að sleppa ölinu á morgun. Það verður nefnilega haldið áfram að vinna hinn daginn.


mbl.is „Rofar til síðdegis á morgun"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Signý

hehehehehe! Vá hvað ég er ekki beittasti hnífurinn í skúffunni í dag, þurfti að lesa fyrirsögnina alveg þrisvar til að tengja "rofar til" við eitthvað annað en skýin og sólina.  En mikið var þetta mikið mun fyndara þegar ég fattaði þetta!

Signý, 21.7.2008 kl. 18:42

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir


Það er gaman að leika með orð...  Góður! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.7.2008 kl. 19:43

3 identicon

Útsalan í fullum gangi. (Hvað var gangurinn að drekka?)

gunna (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 20:45

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ótæpileg kaffidrykkja getur valdið tímabundini heilabilun

Brjánn Guðjónsson, 21.7.2008 kl. 21:44

5 Smámynd: Tiger

  Hahaha ... óborganlegur bara eins og sumir segja! Ertu nokkuð úr Rofabæ?

Alltaf jafn gaman að skoða þig boxari góður - alltaf jafn létt á því hjá þér!

Knús og kram á þig ljúfurinn og hafðu góða nóttina ..

Tiger, 21.7.2008 kl. 22:03

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þá er bara að sofa með kveikt ljós. 

Þú færð prik fyrir þennan. 

Anna Einarsdóttir, 21.7.2008 kl. 23:32

7 identicon

Aðalrofinn hjá mér hefur einmitt verið eitthvað slappur slær út endalaust!

Fegin að þessi skortur er á enda, spurning samt hvort fáist iðnaðarmaður í verkið?

Ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband