Þýskir sjá rándýr

Sú tíska, að sjá birni í hverju horni, virðist hafa náð útbreiðslu utan landsteinanna. Nú hafa þýskverjar tekið upp þann sið að sjá stokka, steina og hvað annað sem birni. Reyndar hafa þeir sinn afbrigði, þar sem þeir sjá skógarbirni í stað hvítabjarna. Stigsmunur en þó ekki eðlismunur.

Reyndar hafa þýskverjar lengi séð rándýr víða. Hingað til hefur það þó aðallega einskorðast við vöruverð í útlöndum. T.d. hefur mörg varan á Íslandi þótt rándýr.

En aftur að björnum.

Sú frétt barst í dag að sést hafi til nakins manns í Esjuhlíðum. Þrátt fyrir ítarlega leit lögreglu og björgunarsveita hefur hann ekki fundist. Líklega er rétt er sagt var í hádegisfréttum RÚV að hér hafi verið um hvítabjörn að ræða.


mbl.is Þýskir útivistarmenn sjá rándýr í hverju horni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert snillingur! Ég er farin að kíkja hér við á hverjum degi og þú bregst mér ekki, alltaf hefuru eitthvað skemmtilegt að segja og fyrir mig að lesa Guð þig geymi og haltu áfram! Er annars ekki æði að vera í fríi?

erna soffia (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 17:28

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

takk fyrir það Erna mín

jú, fríið er hrein dásemd. annars hef ég ekki haft nægilega mikinn tíma fyrir letina, fyrir framkvæmdagleðinni sem er að gera út af við mig.

Brjánn Guðjónsson, 24.7.2008 kl. 19:35

3 Smámynd: Signý

Framkvæmdagleði er alvarlegur sjúkdómur... Hann kemur án allra viðvarana og er ill viðráðanlegur... er með sama sjúkdóm þessa dagana

Ætlaði að skrifa eitthvað fyndið og uppbyggjandi um þetta blogg annars en man ekkert hvað það var samt... kemur seinna... eða ekki...

Signý, 24.7.2008 kl. 20:42

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

rétt Signý. framkvæmdagleði er stórvarasöm og gæti maður ekki vel að sér, gæti hún orðið að fíkn. ussussuss

Brjánn Guðjónsson, 24.7.2008 kl. 21:34

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég var að koma úr ferð austur fyrir fjall og undir Heklurætur. Þar voru hvítabirnir um öll tún. Ég nennti ekki að hringja á lögguna, þeir virtust svo spakir.

Lára Hanna Einarsdóttir, 25.7.2008 kl. 01:26

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hahahahaha  nákvæmlega.

ótrúlegt hve hvítabjörnum fjölgar úti í sveitunum um þetta leiti árs.

Brjánn Guðjónsson, 25.7.2008 kl. 02:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband