Eyjólfur

Margir leggja á sig að ferðast með Eyjólfi, eða Herjólfi til eyja. Ég þekki það ekki.

Fyrir sléttum tuttugu árum fór ég á þjóðhátíð í eyjum, um verslunarmannahelgi. árin á undan hafði ég farið í Þjórsárdalinn, hvar voru tvö svið og alltaf eitthvað í gangi utan milli sjö og átta eða átta og níu, að morgni. man ekki hvort var.

Árið 1988 fór ég til eyja. Við vinur minn flugum á staðinn og allt leit vel út í fyrstu. Komum á föstudagskvöldi. Tjölduðum og fórum á röltið. Sounded good. Reyndar var kvöldið ágætt.

Síðan vöknuðum við daginn eftir. Allt dautt. Ekkert um að vera í dalnum. Vestmannaeyingarnir farnir heim til sín og engin starfsemi á staðnum. Við vorum tilneyddir að labba inn í bæinn ætluðum við að hitta fólk. Reyndar var bærinn jafn steindauður og dalurinn. Fórum í einhverja pulsusjoppu.

Frekar glatað.

Mig hefur ekki langað á þjóðhátíð síðan.


mbl.is Búist við 10.000 í Herjólfsdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórarinn Guðmundsson

Greinilega verið svo ofurölvi að ekki vitað einsinni í hvaða póstnúmeri þér hafið verið í.

Aldrei verið svo illa vaktað skemmtanaleysið að fólk hefi flúið eyjuna á mínum mannsaldri.

Vona að minningin muni gera þér það gott að þú getur látið þessa hátíð eiga sig :)

Gerðir greinilega engar gloríur hvort eð er :D

Þórarinn Guðmundsson, 2.8.2008 kl. 06:29

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

rétt er það. ég hef ekki hugmynd um póstnúmerið í Eyjum. hvorki þá né nú, þótt ég sé þokkalega allsgáður nú.

fyrir utan stutt stopp á tjaldstæðinu á Laugarvatni hef ég látið þvæling um þessa helgi eiga sig síðan.

Brjánn Guðjónsson, 2.8.2008 kl. 14:11

3 identicon

Brjánn þetta var fín ferð hjá okkur þarna fyrir 20 árum, var ekki eins slæm og þú ert að segja, kanski fanst þér svona leiðinlegt vegna þess að við vorum edrú á daginn.

Steini tuð (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 15:21

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

900

og símasvæðisnúmerið var 98 hérna í denn

Ég elska Eyjar. Og tilfinningin sem brekkusöngurinn kallar fram er hin eilíflega sönnun fyrir því að mannskepnan er hópsál. 

Ég mana þig til að fara á eins og eina þjóðhátíð í viðbót um ævina. 

Jóna Á. Gísladóttir, 2.8.2008 kl. 15:29

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

skelli mér um áttrætt, þegar ég er orðinn gegnsýrður harmonikku og ræræræ unnandi. þá verður fínt að ræræ-a með Johnseninum, sem verður kominn yfir tírætt en gaulandi sem aldrei fyrr.

Brjánn Guðjónsson, 2.8.2008 kl. 16:04

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

má vera Steini, að þér hafi fundist þetta góð skemmtun. ég er ekki að segja að þetta hafi verið alslæmt. alls ekki. ég skil hins vegar ekki í hvaða hillingum fólk sér þessa blessuðu þjóðhátíð. hún er bar ekki baun merkileg.

Brjánn Guðjónsson, 2.8.2008 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband