Kisikisikis

Ég er kattavinur. Reyndar hef ég ekki haft kött í ca 15 ár, en kettir eru þau dýr sem ég kýs að hafa nálægt mér ef einhver eru.

Einn bloggvinur minn er mikill kattavinur. Hjá honum sá ég link inn á aðra síðu þar sem lýst er eftir týndum ketti.

Þeir sem haft hafa gæludýr vita hve sárt er að missa þau. Ekki síst fyrir börn. Sjálfur kynntist ég því að týna kisunni minni, fyrir 17 árum síðan. Þá gekk ég um allt hverfið til að leita hennar. Auglýsti svo í Mogganum og fékk svar Smile Hún var þá stödd í blokkaríbúð skammt frá. Konan þar hafði fundið hana á þvælingi og ákveðið að taka hana inn og fylgjast með auglýsingum í Mogganum. Hún var mjög hænd að mér, allt svo kisan. Hún var einungis hálfs árs gömul þá og er enn á lífi, orðin 17 ára. Gömul og guggin en alveg yndisleg sál. Yndisleg kisa. Hennar löggilta heiti er Viktoría (já, stórt nafn), en gekk undir ýmsum nöfnum, s.s. hliðarkisa og kvikindi. Hún varð eftir í húsinu eftir að ég og síðan pabbi, fluttumst burtu. Ég sakna hennar, en alltaf gott að heyra fréttir af henni og vita að hún lifir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

Æi krúttið....'eg hef líka átt kisu en hér á bæ meigum vð það ekki lengur vegna ofnæmis í guttanum....;( en alveg stórmerkilegt að eiga svona kríli...mín var svo indæl og notaleg já og hennar Aríel er sárt saknað.

Eigðu góðan dag minn kæri og farðu nú varlega um helgina;)

Ef það er ekkert ferðalag og eitthvað  tjútt á döfinni þá væi nú gaman að vita hvar fjörið ferður því ekki ætlum við vinkonurnar í ferðalag ;) 

Halla Vilbergsdóttir, 1.8.2008 kl. 08:54

2 identicon

jamm Brjánn sammála að miklu leiti, ef að börnin mín fengu að ráða þá væri ég með dýragarð hérna heima, en erum bara með fugl eins og þú veist.

Er Viktoría en á lífi??  ég skil að þér finst ennþá vænt um hana en ég man hvað hún var geðveik, þá meina ég veik á geði, en hún var samt mjög klár kisa. 

Steini tuð (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 10:47

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hún var auðvitað bara galsafullur kettlingur þá Steini og mikil hliðarkisa

Brjánn Guðjónsson, 1.8.2008 kl. 19:49

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

fjörið verður heima :)

Brjánn Guðjónsson, 1.8.2008 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband