Matvælaverð lækkar!

Já, einmitt. Ég á eftir að sjá lækkanir á heimsmarkaði skila sér í útsöluverð hér heima. Kannski það skili sér að einhverjum (litlum) hluta, svona til málamynda.

Það kom ekki á óvart að í fréttinni slær viðmælandinn strax fyrsta varnaglann. „Hins vegar séu margir þættir sem ákvarða matvælaverð.“ Einmitt. Þótt innkaupsverðið lækki má alltaf finna ástæður til að lækka ekki útsöluverð. Menn eiga afsakanir og tylliástæður á lager. Bara spurning hver er notuð í hvert sinn.


mbl.is Verðlækkanir í augsýn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er sami gamli söngurinn og þegar bensín og olíuverð er til umræðu til lækkunar.  Þá eru alltaf svo svakalega margir þættir sem reiknast inn í málið sem gera það að verkum að aldrei gerist neitt.

Þetta er hins vegar aldrei til staðar þegar til hækkana kemur.

I wonder why?

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.8.2008 kl. 12:38

2 Smámynd: Gulli litli

Ég myndi ekki skrifa upp á víxil upp á þessar lækkanir.....

Gulli litli, 11.8.2008 kl. 14:19

3 identicon

Einmitt, einmitt, einmitt!

Vá hvað það er hægt að fjasa um þetta!

Stend fjasvaktina með þér ef þig vantar félaga :)

Ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 17:48

4 Smámynd: Tiger

  Ekki er nú hægt að segja að maður treysti vel á svona "orðróm" um lækkanir - en maður getur alltaf treyst því fullkomlega að allt hækkar mun hraðar en það lækkar ... sighhh.

Knús&kremj á þig boxarakappi ...

Tiger, 11.8.2008 kl. 22:44

5 identicon

Hræddur um að þú sért að misskilja þetta... þeir lækkuðu allar hillur í stórmörkuðum um eitt gat en þar náðist umtalsverð vöruverðslækkun en þá sérstaklega á neðstu hillunum...

MOI101 (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 00:57

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

gæti verið Mói, en þar sem verðmerkingar á hillum vantar er ekki að marka hilluverð

Brjánn Guðjónsson, 12.8.2008 kl. 11:44

7 identicon

það gæti stafað af því, að þú hafir ekki verið á réttri hillu ...

moi101 (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband