Óli partýgrís

Eins og alþjóð veit er hlutverk yfirstéttarinnar fyrst og fremst að skemmta sjálfri sér. Skiptast á gjöfum. Sýna sig og sjá aðra. Fátt er betur til slíks fallið en samkvæmi, enda ófá yfirstéttarsamkvæmin haldin viða um heim á degi hverjum.

Íslendingar eiga vitanlega sinn fulltrúa í samkvæmislífinu. Sá er gjarnan kallaður Óli partý. Hann þykir með skemmtilegri samkvæmisgestum og er oftar en ekki hrókur alls fagnaðar.

Nýverið varð ljóst að Óli hafði tryggt sér partýhúsnæði til næstu fjögurra ára. Að sjálfsögðu vakti sú frétt mikinn fögnuð meðal partývina hans.

Nokkrir hringdu í kappann, eða sendu honum SMS.

Goggi Booze hringdi frá Ameríku. „Hey! flottur kallinn maður. Verður að fara að kíkja á mig. Fer að missa húsnæðið. Rock on!!“

Hossi K. sendi SMS frá Berlín. „zat ist zo kool ;)“

Meddi sendi MMS frá Moskvu, með mynd af sér í heita pottinum. „Drífa sig á svæðið! Elena og Jelena biðja að heilsa.“

Eins og gjarnan er með vinsælt fólk, eru einhverjir sem hafa horn í síðu þess. Matti nokkur hefur t.d. dissað Óla undanfarið. Það mun vera vegna þess að honum hafi aldrei verið boðið í partý, þrátt fyrir að hafa endurtekið beðið um að fá að mæta.


mbl.is Þjóðhöfðingjar senda Ólafi Ragnari heillaóskir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Villingur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.8.2008 kl. 14:13

2 identicon

Of dýrt embætti fyrir fátæka smáþjóð.

lelli (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband