Samnorrænt skilningsleysi

Danski ráðherrann Try Harder telur að hinum andlausa botni norrænnar menningargeldingar, eins og hann kallar það, sé nú náð. Fyrr í vetur bárust fréttir af dönsku skilningsleysi, en nú virðist sem skilningsleysið sé mun umfangsmeira og almennara.

Nú er svo komið að á fundum Norðurlandaráðs situr fólk og þegir.

„Við höfum reynt esperanto og táknmál. Eiginlega allt nema ensku“ segir Try. „Reyndar geta hinar þjóðirnar reddað sér á einhverskonar norrænu samsulli, en við danir skiljum það ekki og þeir ekki okkur. Ég vildi óska að danir hefði fengið að velja á undan öpunum“ segir Try og vísar þar til sköpunarsögunnar. Sagan segir frá því er almættið úthlutaði tungumálum til dýra og manna. Einungis apar og danir áttu eftir að velja og aparnir fengu að velja á undan.


mbl.is Skandínavísk ungmenni skilja ekki hvert annað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

híhí...

Villi Asgeirsson, 18.8.2008 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband