Miðvikudagur, 20. ágúst 2008
Kílóið af súpukjöti hækkaði í dag...
...söng Spilverkið í den.
Sú var tíðin að vöruverð var ákvarðað af miðstýrðu apparati, Verðlagsráði. Þær eru ófáar hlýlegar bernskuminningarnar. Hvar maður slafraði í sig súpu í hádeginu, heyrandi Jón Múla í útvarpinu segjandi frá nýjustu ákvörðunum Verðlagsráðs. Kílóið af ýsu kostar þetta, mjólkurpotturinn hitt og bensínlítrinn eitthvað allt annað.
Já, þá voru ekki eiginhagsmunapotandi greifar sem ákvörðuðu eldsneytisverðið, á leynifundum í Öskjuhlíð. Nei. Slíkt var ákveðið af fulltrúum ríkisins, yfir vínarbrauðum og snittum.
Ég veit ekki til að þjónustulipurð starfsfólks á bensínstöðvum hafi verið síðri í þá tíð. Eiginlega bara alls ekki. Þá einbeitti það sér að þjónustu tengda bifreiðum; afgreiðslu eldsneytis, mótorolíu og þ.h. í stað þess að þjónusta bennsínstöðva í dag tengist meira pulsu- og nammisölu en eldsneytissölu. Bætt þjónusta getur því engan veginn réttlætt aukna álagningu á eldsneyti. Einungis græðgi og fákeppni getur skýrt hana.
Hvað hefur þá verið unnið með öllu frjálsræðinu og samkeppninni, sem er alls engin samkeppni?
Hvort er verra, skynsamleg miðstýring eða misnotkun frjálsræðis?
Er ekki bara tími til kominn að endurvekja Verðlagsráð?
Eldsneyti lækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.