Fimmtudagur, 21. ágúst 2008
Ákveðnir sjálfstæðismenn
Sem óbreyttur alþýðumaður, þykir mér afar gott til þess að hugsa hve stjórn ríkis vors og höfuðhrepps er ákveðin. Af aðdáunarverðri ákveðni ganga menn mót framtíðinni. Af einurð og festu.
Í vor tjáði formaður sjálfstæðismanna sig um ákveðni. Þá í sambandi við mistök. Talaði hann um ákveðin mistök.
Nú stígur óskabarnið fram. Óskabarnið sem stefnir heilshugar á Cand. Mag. í borgarmálefnum, okkur alþýðunni til vegsauka. Vitanlega látum við mann sem færir oss slíka fórn, ekki lepja dauðann úr skel Lánasjóðsins. Nei, þannig launar maður veljörðarmönnum sínum ekki. Reyndar tel ég víst að þannig hugsi fólk heldur ekki. Slíkt er misskilningur. Já, eins og gulldrengurinn okkar nefnir það á sinn sjálfstæðislega hátt, ákveðinn misskilningur.
Gísli Marteinn: Ákveðinn misskilningur í gangi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Segðu, að sjálfsögðu reiðum við fram námsstyrkinn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.8.2008 kl. 19:29
auðvitað! handa litla kút
Brjánn Guðjónsson, 21.8.2008 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.