WTC 7

Ég er ekki mikill samsæriskenningamaður. Það má sjá svik, pretti og vínarbrauð í öllu sé nægur vilji fyrir hendi.

Hins vegar hefur mér fundist einkennilegt þetta með WTC7. Annarsvegar má sjá myndir á youtube, sem ég nenni ekki að finna og setja inn hér (leitið að wtc 7) sem sýna margar litlar sprengingar og hrun byggingarinnar inn á við (að miðju) rétt eins og þegar byggingar eru felldar. Svo er hitt, hvernig fréttamaður BBC gat hafa tilkynnt um hrun byggingarinnar 20 mínútum áður en hún hrundi.


mbl.is Ráðgátan leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er samt ákveðin hugsunarvilla.  Þó svo að það sem þú kallar sprengingar sjáist utan á byggingum sem eru feldar með sprengiefni er ekki þar með sagt að þær séu af völdum sprengiefnis.  Það eru vitaskuld sérfræðingar sem setja upp þessar sprengihleðslur og þeir tryggja að sprengingunni sé beitt á stoðirnar en ekki út um næsta glugga.  En allavega, við verðum fyrst að vita hvort þessir reykmekkir sem koma út um gluggana séu ekki einfaldlega orsakaðir af einhverjum öðru en sjálfum sprengihleðslunum, svo sem gæti vel verið að að gluggarnir brotni þegar hún vellur saman og ryk þrýstist út eins og þegar þú slærð lófanum á borð sem er fullt af rifnum smjörpappír (frábær lýsing :)).

Sömuleiðis myndi ég hanna byggingu þannig að ef svo ólíklega vildi til að þær hrynji þá hrynju þær inn á við.  Þegar menn sprengja byggingar vilja menn náttúrlega tryggja að það gerist með öðrum leiðum en ekki þar með sagt að hitt sé til staðar.

Þetta hefur einfaldlega ekki gerst áður án sprengiefna og þess vegna eiga menn erfitt að sjá hvað er frábrugðið þessu hruni og því sem við sjáum þegar menn stýra sprengunni.

Setti þetta óvart á vitlausan stað.

Bambi (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 01:06

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

en hvað um það að í beinni útsendingu BBC sé sagt frá hruni byggingarinnar 20 mínútum áður en hún hrynur? meira að segja sést byggingin í baksýn, í útsendingunni

Brjánn Guðjónsson, 22.8.2008 kl. 01:47

3 identicon

Það var búist við því að byggingin myndi falla, það var búið að tæma hana og var bara verið að bíða.

Þetta voru einföld mistök, eins og margoft hefur gerst áður.

Það er mjög heimskulegt að halda því fram að þetta sé samsæri, því ef svo væri hefðu þeir einfaldlega klippt á útsendinguna áður en þetta færi í loftið.

Siggi (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 07:28

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.8.2008 kl. 07:46

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

það var reyndar klippt á, þegar menn áttuðu sig á að fréttaskúbbið fór of fljótt í loftið

Brjánn Guðjónsson, 22.8.2008 kl. 11:28

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

auðvitað er BBC ekki með í samsæri, en fréttin virðist hafa lekið út of snemma

Brjánn Guðjónsson, 22.8.2008 kl. 14:18

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

kannski. kannski ekki. ég hef ekki sterkar skoðanir á því.

mér þykir hinsvegar athyglivert að velta fyrir mér spurningum sem upp koma.

Brjánn Guðjónsson, 22.8.2008 kl. 15:52

8 identicon

HAHAHAHAHAHA.... Er verið að gera grín eða? eftir 9/11 þá samþykkti ríkisstjórn bandaríkjanna frumvarp sem kallst the "Patriot Act" sem gerir ríkinu kleyft að fara inn til hverns sem er, á heimildar og hlera alla, án heimildar í því yfirskyni að þeir séu hugsanlegir hryðjuverkamenn.. þetta er það nákvæmlega sama og hann Hitler gerði á sínum tíma, en hann kveikti í Þýska þinghúsinu og kenndi kommúnistum um .. í kjölfarið kom frumvarp sem er það sama og þeir kalla í USA the"Patriot Act" í kjölfarið réðust Nasistar síðan inn í Pólland....

Tilviljun????     "Zeitgeist the movie"  horfið á þessa, plís gerið það fyrir mig.....

Siggi (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 16:39

9 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Brjánn..

Tölum bara um staðreyndir...

vissir þú að sex af meindum hryðjuverkamönnum sem eru á lista csi eru sprell-lifandi ?

Hvernig getur það verið ? 

Skilgreinum svo orðið samsæri...

Orðið samsæri þýðir að tveir aðilar koma sér saman með baktjaldarmakki hvernig þeir geta náð sér niður á þeim þriðja. Ég veit að þú ert klár strákur Brjánn og því veit ég vel að þú þú veist að .... Írakstríðið var ekki gegn hryðjuverkum heldur fyrst og fremst til þess að komast yfir oliuauðlindir. Með öðrum orðum.... þá var það samsæri hvernig staðið var að því stríði undir fölksum forsendum. 

Tökum annað dæmi

Kenedy er skotin augljóslega frá þremur stöðum en ekki bara einum. Hvernig er hægt að kenna einum manni um það ?

Athugaðu eitt Brjánn.. Ég er ekki hér með samsæri heldur er ég að tala um staðreyndir.  

Brynjar Jóhannsson, 22.8.2008 kl. 18:07

10 identicon

Sannaðu að þeir séu lifandi.

Kennedy var ekkert skotinn þrisvar fíflið þitt, ef þú heldur það þá þarftu að taka grunnskólann aftur og taka eftir þegar náttúrufræðikennarinn þinn byrjar að tala um Newton.

Siggi (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 20:20

11 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Siggi..

voðalega ..ertu hmmm

Málefnalegur..

Ég hef séð myndir af atburðinum og han var víst skotin af þremur stöðum...

Svo hvað ertu að babla ??

þú ert nú meiri hálfvitin...  

Brynjar Jóhannsson, 22.8.2008 kl. 22:27

12 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Hún er venjulega kölluð

The Magic bullet.. því Þeim tókst að taka hina ótrúlegustu sveiga og begjur til að skjóta mannin á hinum ótrúlegustu stöðum.  Ég hef séð myndir af þessu og fæ ég ekki betur séð en að hún hafi komið af þremur stöðum

Brynjar Jóhannsson, 22.8.2008 kl. 22:32

13 identicon

http://mcadams.posc.mu.edu/sbt.htm

Vísindi > Reynslu

Ég býð spenntur eftir því að þú sýnir fram á að þessir meintu hryðjuverkamenn séu ennþá á lífi.

Siggi (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 22:59

14 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Siggi, það er vel þ.ekkt staðreynd að 9 meintra flugræningja er sprellifandi, gogglað og opnaðu rifu á augum, það hefur ekkert nema bull komið frá þér ennþá á þessum þræði. Afla sér upplýsinga áður en þvaðrað er út í loftið.

Georg P Sveinbjörnsson, 28.8.2008 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband