Lögmál eldsneytismarkaðarins

Flestir kannast við hugtakið markaðslögmál og hvernig framboð og eftirspurn stýra verði. Lögmál þetta er ráðandi víðast hvar, nema þá helst hvar miðstýring ræður ferð.

Síðan er það eldsneytismarkaðurinn. Hann er alveg sér kategoría. Kaup og sala eldsneytis fer fram á opnum markaði, þar sem maður skyldi ætla að hið hefðbundna markaðslögmál gilti.

Því fer þó víðs fjarri. Það eru allt aðrir hlutir sem stýra eldsneytisverði. Hvað skyldi þá stýra því?

Jú, fyrst og fremst geðrænar sveiflur fólks. Væntingar og áhyggjur. Þótt offramboð væri á olíu og eftirspurn lítil myndi verðið samt hækka fengju braskarar kvíðakast yfir einhverju. Þessar ástæður vega hvað þyngst, þótt líklega hafi meltingartruflanir, hægðatregða og harðsperrur einhver áhrif líka.

Nú hefur sýnt sig að sama virðist jafnvel eiga við hér á landi. Í bjartsýnis- og alsælukasti yfir velgengni landsliðsins í handbolta, lækkaði eldsneytisverð hér. Ég sé reyndar ekki tengslin milli handbolta og eldsneytis. Síðan þegar í ljós kom að liðið hampaði bara silfri, duttu menn í þunglyndi með tilheyrandi verðhækkunum.

Nú er veður heldur drungalegt og kaldranalegt hér syðra, hvar höfuðstöðvar olíufélaganna eru staðsettar. Því má búast við áframhaldandi geðrænni niðursveiflu, með áframhaldandi verðhækkunum.


mbl.is Eldsneytisverð hækkar á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband