Þriðjudagur, 2. september 2008
Verði ljós
Ljósmæður sjá nú fram á að þurfa að beita þeim neyðarrétti sem verkfallsaðgerðir eru.
Ljósmæður hafa nú lagt til að öllum fæðingum verði hætt, eða þeim frestað um óákveðin tíma. Barátta ljósmæðra hefur staðið yfir lengi, án þess þær hafi fengið hljómgrunn veskishafa, fjármálaráðherra.
Bergmálstíðindi hafa heimildir fyrir að Samtök Ljósálfa muni styðja baráttu systursamtaka sinna, Samtaka Ljósmæðra.
Sömu heimildir herma að Samtök Ljósálfa munu standa fyrir mótmælafundi á Austurvelli á morgun, þar sem fram mun fara ljóstillífun í boði hússins, eins og það er nefnt í fundarskrá.
Vilji ljósmæðra að semja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Allar konur verða að setja fæturnar í kross.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.9.2008 kl. 02:14
Nú er bara að loka öllum öllum götum. Þær eiga sannarlega skilið betri laun þó að þær séu konur..........
Hólmdís Hjartardóttir, 2.9.2008 kl. 02:26
Sennilega hefði dugað að segja "öllum" einu sinni
Hólmdís Hjartardóttir, 2.9.2008 kl. 02:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.