Verðlækkanir. Spennufall meðal erlendra olíukaupmanna, en ekki íslenskra.

Undanfarna daga hefur gífurleg spenna gripið um sig á olíumarkaði. Yfirvofandi eyðilegging fellibylsins Gustavs hefur valdið gífurlegum kvíða og andvökunóttum. Ekki meðal íbúa í New Orleans og nágrenni, heldur meðal olíukaupmanna, sem flestir búa í þúsunda kílómetra fjarlægð frá hættusvæðunum og ættu því að geta sofið rótt með bangsann sinn.

Fyrrnefnd áhyggju- og kvíðaköst hafa valdið olíuverðshækkunum undanfarna daga þrátt fyrir að talið sé að draga muni enn frekar úr eftirspurn eftir olíu í heiminum, enda vitað að framboð og eftirspurn hafa ekkert með málið að gera.

Nú hefur komið í ljós að Gustav olli ekki þeirri eyðileggingu sem óttast var. Hefur það valdið þvílíku spennufalli meðal olíukaupmanna, að leitun er að öðru eins. Sjúkrastofnanir í New York hafa verið yfirfullar í morgun vegna þessa. Einhverjar verðlækkanir urðu strax í morgun, en talið er að einhver bið verði eftir frekari verðbreytingum þar til menn hafi jafnað sig eftir spennufallið.

Hinsvegar hafa íslenskir olíusalar hafa sloppið að mestu við áhyggju- og kvíðaköst vegna Gustavs. Því munu landsmenn geta átt von á verðlækkunum hér heima.


mbl.is Heimsmarkaðsverð á olíu nálgast 106 dali tunnan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: fellatio

veist þú brjánn hver er munurinn á fati og tunnu og hvort er dýrara? mér finnst eins og fatið eigi að vera dýrara því það sullast svo mikið úr því á leiðinni til landsins.

fellatio, 2.9.2008 kl. 11:15

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég veit bara að mánudagsýsan er ávallt framreidd á fati, meðan síldin er söltuð í tunnur.

Brjánn Guðjónsson, 2.9.2008 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband