Þegar börnin mín fæddust...

...þá var múgur og margmenni á staðnum. Tja, kannski ekki alveg, en þar voru fæðingarlæknir og ljósmóðir. Læknirinn fylgdist með að allt væri í lagi, sem blessunarlega það var. Þegar börnin voru fædd tók ljósmóðirin við.

Það var ljósmóðirin sem var mér innan handar að klippa á naflastrenginn.

Það var ljósmóðirin sem tók utan um mig, grátandi föðurinn og óskaði hamingju.

Það var ljósmóðirin sem hjálpaði mér að baða barnið hið fyrsta sinn.

Það var ljósmóðirin sem hjálpaði mér að klæða barnið í sín fyrstu föt.

Það var ljósmóðirin sem gerði allt sitt til að gera þessa upplifun svo góða.

 

Ég vil ekki halla á aðra. Fæðingarlæknar eru ágætir líka. Gamall vinur minn, sem er læknir, tók á móti dóttur minni. Það var yndislegt.

Amma mín var ljósmóðir og ég er stoltur af að vera afkomandi hennar.

Ég styð ljósmæður 100%

Það er skömm að því hvernig fólki í umönnunarstörfum er launað.


mbl.is Læknar lýsa yfir stuðningi við ljósmæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Myndband til að setja inn með færslum til stuðnings ljósmæðrum:

http://www.youtube.com/watch?v=9k6AF7p3LdM

Lára Hanna Einarsdóttir, 4.9.2008 kl. 15:28

2 identicon

já þær eru sko nauðsinlegar blessaðar, ljósmæður og hjúkkur eiga að fá vel borgað.

Steini tuð (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 15:55

3 identicon

ljósmæður og hjúkrunarfræðingar    hjúkka er hörmurlegt orð og vissuð þið að til að verða ljósmóðir, þarft þú að vera búin að læra að verða hjúkrunarfræðingur fyrst, ljósmóðurnámið er síðan tveggja ára nám eftir það, þannig að þetta er ansi langt nám.

alva (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 16:55

4 identicon

Langt síðan ég hef kíkt á þig, sammála þér eins og oft áður !

Ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 23:47

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyr, heyr.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.9.2008 kl. 08:55

6 Smámynd: fellatio

Mér finnst nú skömm að því hvernig flestir eru launaðir. Mér finnst kallinn á dekkjaverkstæðinu sem setur dekkin undir sjúkrabílinn jafnmikilvægur og ljósmóðir.

Mesta skömminn er samt hvernig stjórnendur fyrirtækja eru launaðir.

fellatio, 5.9.2008 kl. 18:39

7 Smámynd: fellatio

:) alva. það er ekki hægt að hafa hjúkrunarfræðingafantasíur. bara hjúkkufantasíur.

fellatio, 5.9.2008 kl. 18:49

8 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

sammála þér Fellatio. Fáránlegt að bindishnútar skuli vera svo mikils metnir.

Brjánn Guðjónsson, 6.9.2008 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband