Mánudagur, 29. september 2008
Viðsnúningur í efnahagsmálum
Mikil leynd hefur hvílt yfir fundi forystumanna flokkanna með bankastjórum Seðlabanka og viðskiptabankanna. Eðlilega hefur fólk velt fyrir sér hvað búi að baki. Bergmálstíðindi láta ekki sitt eftir liggja í þeim málum sem öðrum.
Bergmálstíðindi telja sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir að í vændum séu róttækar breytingar í íslensku efnahagslífi. Viðskiptabankarnir verði ríkisvæddir og gjaldeyrishöftum verði komið á að nýju. Eins verði gengi krónunnar ekki lengur fljótandi.
Við einfalda skoðun sést að mesta uppgangstímabil íslandssögunnar var á síðari hluta tuttugustu aldar segir einn flokksformaðurinn. Því er eðlilegt að horft sé til þess tímabils.
Verðlagsráði verður komið á laggirnar að nýju. Eins verða ýmsar smærri breytingar sem munu hafa sín áhrif, s.s. endurvakning Bifreiðaeftirlits ríkisins og Viðtækjasölu ríkisins. Útvarpslögum breytt til fyrra horfs og sala áfengs bjórs bönnuð að nýju svo eitthvað sé nefnt.
Það er allt til vinnandi að búa betur að krónunni okkar segir ónefndur bankastjóri.
Frést hefur að fyrrum framámenn Sambands íslenskra sammvinnufélaga fundi einnig þessa stundina.
Ráðamenn funduðu fram á nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég þakka Bergmálstíðindum fyrir þessa frábæru fréttaskýringu.
Nú get ég slakað á. Múha!
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.9.2008 kl. 09:25
Hvar færðu þessar fréttir :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 29.9.2008 kl. 09:39
Ég held að núna sé rétti tíminn fyrir Martein Mosdal til þess að taka við og verða Forsetisráðherra.
eða endurvekja Móaflokkinn, og stofna hið fullkomna ríki Reykjavík Police.
Steini tuð (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 09:47
Kjartan: Bergmálstíðindi hafa agenta víðar en flesta grunar. Þjóðfélagið er gegnsýrt af bergmálsaðilum.
Brjánn Guðjónsson, 29.9.2008 kl. 09:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.