Talað og talað, en ekkert sagt

Forsætisráðherra ávarpaði íslensku þjóðina áðan. Ríkissjónvarpið sýndi beint frá atburðinum og fyrir kl. 16 var ávarpið auglýst með jarðarfararauglýsingu. Hvítu letri á svörtum grunni, ásamt fimm mínútna þögn.

Klukkan 16 birtist forsætisráðherra vor, alvarlegur á svip. Þó setti hann upp einhverskonar bros í u.þ.b. tvær sekúndur áður en hann hóf mál sitt.

Ráðherrann talaði í u.þ.b. tíu mínútur, án þess þó að segja neitt. Svo óskýr var hann að kalla þurfti til túlk, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, til að útskýra orð hans. Orð túlksins voru ekki skýrari en forsætisráðherra. Þurft hefði að kalla til annan túlk til að skýra orð Þorgerðar.

 

Ríkisstjórnin mun ætla að leggja fram frumvarp til neyðarlaga og útivistarbanns. Hálfur brauðhleifur á mann, í viku hverri. Þeir sem eiga jakkaföt og bindi, jeppa yfir 10 milljónum og slatta af hlutabréfum sem enn hafa eitthvert verðgildi, fái tvo brauðhleifa.


mbl.is Neyðarlög sett í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahaha, villingur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.10.2008 kl. 19:22

2 identicon

það eina sem að ég heyri í þessari ræðu var.

"góðir íslendingar bla bla bla bla ......................................................................................................................................................."Guð blessi ísland"

og svo er ég viss um að Geiri flytji bara heim til Norge.

Steini tuð (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband