Ein þjóð, eitt ríki, ein skuldsetning

Nú ætlar ríkisstjórnin að tryggja eigur okkar alþýðufólks.

Ég hef reyndar engin erlend lán að greiða af. Bara verðtryggð innlend lán hverra höfuðstólar vaxa bara en minnka ekki aftur þegar og ef gengið styrkist. Reyndar höfum við seðlabankastjóra á fullu kaupi við að kjafta niður verð fasteigna okkar og tryggja hækkun lána með háum stýrivöxtum.

Ég treysti ríkisstjórninni til að tryggja hinar neikvæðu eignir mínar, lánin, svo mér megi auðnast að fá að greiða af þeim hér eftir sem hingað til. Eins treysti ég á að aðgerðir ríkisstjórnarinnar muni vernda mig gagnvart sífjölgandi afætum sem á mig herja, hvaðanæva að.

Það hefur verið fínt að nota Netið til að fylgjast með fréttum og slíku. Nú verð ég þó líklega að fjárfesta í sjónvarpi, fyrst RÚV er farið að rukka mig um afnotagjöld af slíkum grip. Þegar afæturnar eru annarsvegar er víst af nógu að taka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband