Mánudagur, 6. október 2008
Hvað um Hannes Hólmstein?
Nú, í miðri fjármálakrísunni, verður mér hugsað til Hannesar Hólmsteins.
Þeir sem hafa staðið við dauðans dyr segjast hafa séð líf sitt eins og kvikmynd fyrir augum sér, á augnabliki. Eins og allt rifjist upp í þeirri andrá er dauðinn gerir sig líklegan að taka líf þeirra.
Ég er enn fullfrískur og dauðinn hefur hvorki sent mér SMS né póst. Samt hefur margt rifjast upp fyrir mér nú seinustu daga. Meðal annars pedíkanir Hannesar Hólmsteins.
Hann talaði fyrir einkavæðingu, fram í fingurgóma. Sölu bankanna sem og ömmu sinnar. Reyndar náðist ekki að einkavæða ömmu hans en bankarnir voru gefnir vinum og vandamönnum.
Síðar var hann svo til á hverjum degi í fjölmiðlum, fyrir forsettakosningarnar í BNA árið 2000, talandi um hvað George Bush væri miklu betri kostur fyrir allt og alla en óbermið Al Gore.
Flestir eru farnir að þekkja mannkosti herra Bush.
Því næst talaði hann um að Ísland ætti að stefna á að verða ríkasta land í heimi. Reyndar náði Ísland að verða fimmta eða sjöunda ríkasta land Evrópu, sem er ekki langt frá að vera ríkasta land í heimi. Ekki veit ég hins vegar hverju það skilaði íslendingum. Mér og þér.
Margt annað hefur sá ágæti maður Hannes Hólmsteinn sagt. Ekki ætla ég að setja út á hann, enda þekki ég manninn ekkert. Líklega hinn mætasti maður. Hinsvegar tel ég margar skoðanir hans afleitar. Eiginlega er það þannig fyrir mér að ef Hannes Hólmsteinn mælir einhverju bót, jafngildir það því að hið sama er afleitt. Þá miða ég einungis við orð hans í fortíðinni og því sem komið hefur fram.
En fátt er svo með öllu illt að eigi boði nokkuð gott. Hannes mælti hvað harðast manna fyrir skattalækkunum. Skattalækkunum á fyrirtæki, nota bene. Rökin góð og gild, að með lægri sköttum sé rekstrarumhverfi fyrirtækja betra. Það hefur sýnt sig að þetta er rétt. Svokölluð Laffer kúrfa. Fyrirbæri sem hefur sannað sig og ætti þar utan að vera hverjum manni augljós. Of mikiln skattabyrði dregur úr skatttekjum.
Hvað þá um rekstrarumhverfi hins vinnandi alþýðumanns? Það virðist ekki ástæða til að lækka skatta vinnandi fólks. Kannski vegna þess að hinn vinnandi maður er ekki að velta svo stórum upphæðum, hver um sig og því ekki eins líklegur til að freistast til að svíkja undan skatti. Þó eru það hinir vinnandi meðaljónar sem borga mest til ríkisins í formi skatta. Með tekjuskatti og útsvari er meðalmaðurinn að borga tæpan helming tekja sinna í skatta og útsvar. Vitanlega engin þörf á að lækka skatta á okkur aumingjana. Engin þörf á að bæta rekstraröryggi meginþorra fyrirtækja" landsins, heimilanna.
Heimilin þekkja svo vel að lepja dauðaskelina og engin þörf á að breyta því.
Hver aumingjans smá-Jón með titrandi tár
sem tilbiður guð sinn og deyr
Athugasemdir
Já hvað varð um Hannes..............
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 09:20
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.10.2008 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.