Fimmtudagur, 9. október 2008
Verslunarstjóri óskast
Glervöruverslun Íslands leitar að verslunarstjóra. Viðkomandi þarf hvorki að að hafa þekkingu á glervörum né meðhöndlun þeirra. Nægir að viðkomandi hafi pólitískan feril að baki.
Ráðningarsamningur verður gerður til óskilgreinds tíma, þar til verslunin fer í þrot eða viðkomandi kýs að láta af störfum að eigin ósk. Hvort heldur verður á undan.
Umsóknareyðublöð liggja hvergi frammi, en hringt verður í þá er til greina koma.
Glermálaráðuneytið.
Vill seðlabankastjórana burt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hlýt að fá djobbið, ég er með meðmæli frá Hannesi H G......
corvus corax, 9.10.2008 kl. 12:18
Þá má nú með sanni segjast að Davíð Oddsson hafi nú hagað sér eins og "fíll í glervörubúð" í þessu máli öllu saman.
Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.