Neytendahorniđ - Grilliđ hennar ömmu

Nú á tímum krepputals og almenns bölmóđs er ekki úr vegi ađ fjalla eilítiđ um nytsemi.

 

Föđurömmu minni kynntist ég ekki mjög náiđ. Hún var 69 árum eldri en ég og ţví orđin gömul ţegar ég var farinn ađ stálpast. Hún lést ţegar ég var 18 ára.

Ég man ađ alltaf ţegar fariđ var í heimsókn ađ Austurbrún 7, ţar sem ţau afi bjuggu, voru ávallt bornar á borđ randalínur, ásamt fleiru sem ég man ekki. Randalínurnar bera af í minningunni.

Ég man líka ađ amma hellti upp á kaffi á gamla mátann. Ég var ekki farinn ađ ţamba kaffi í ţá tíđ, svo ég get ekki dćmt um afraksturinn. Ţó man ég ađ hún notađi ekki pappírssíur, heldur svona síu úr ebbni.

Hagsýn kona hún amma. Enda var hún í blóma lífsins í kreppunni miklu.

 

Grilliđ hennar ömmuAmma lumađi á grilli. Mínútugrilli svokölluđu, eđa samlokugrilli. Aldrei sá ég hana ţó nota ţađ. Reyndar vissi ég ekki af ţví fyrr en eftir hennar dag, ţegar grilliđ lenti á heimili foreldra minna eftir hennar dag.

Ekki man ég hvort ég notađi grilliđ nokkurn tíma međan ég bjó enn í foreldrahúsum, en eftir ţeirra dag endađi grilliđ hjá mér.

Ekki veit ég hvenćr grilliđ var keypt, en af útliti ţess ađ dćma giska ég á ca 1970. Ytra byrđi ţess er krómađ og á áttunda áratugnum var allt appelsínugult, brúnt, eđa í öđrum ljótum litum. Ţví tel ég ađ grilliđ sé eldra en ţađ.

Hvađ er svona merkilegt viđ svona grill? Jú, fyrir nennulítinn mann en áhugasaman um samlokuristun, er grilliđ alveg stórmerkilegt. Ég hef komist í tćri viđ allskyns grill seinni tíma. Mörg ţeirra eiga ađ vera svakalega fín, flott og tćknileg.

Öll eiga ţau ţó meira og minna eitt sameiginlegt. Ţau eru allt of lengi ađ hitna. Mađur kveikir á ţeim til ađ rista samlokur í hádeginu en endar svo međ samlokur í kvöldverđ, svo ég ýki ađeins.

Fornaldargrill ömmu er sko ekki ţannig. Ţađ hitnar eins og skot og hitnar vel. Samlokan er tilbúin fáum mínútum eftir ađ stungiđ er í samband.

Ţví var ţađ ţegar grilliđ um daginn ađ ég taldi ekki vćnlegan kost ađ afskrifa ţađ og kaupa nýtt, sem hitnar á svo löngum tíma ađ brauđiđ er fariđ ađ mygla ţegar ţađ loks er orđiđ heitt.

Ţar ađ auki er ég svo nytsamur andskoti ađ ţađ hálfa vćri nóg.

Nei! Grilliđ skyldi fá líknandi međhöndlun. Ţví settist ég niđur um helgina og reif ţađ í sundur. Tók hvern bút og ţreif međ allskyns efnum, enda örugglega elstu skítaklessurnar síđan á Bítlatímanum.

 

Hitavírinn góđiÉg sá strax hvert meiniđ var og ađ auđvelt yrđi ađ lagfćra ţađ. Lítill hitavír sem glóir međan grilliđ er í sambandi, var í sundur. Vírinn sá gegnir hlutverki gaumljóss. Ţ.e. gegn um gler sést glóđin utanfrá til merkis um ađ grilliđ sé ađ hitna.

Vírinn góđi var tengdur í postulínstengi, sem ég gerđi mér ekki einu sinni vonir um ađ finna. Ţví skipti ég bara um involsi tengisins sem var ónýtt, mixađ úr einhverju sem ég fann í Húsasmiđjunni. Upprunalega postulínshúsiđ látiđ halda sér.

 

GrillfarganSíđan hreinsađi ég upp allar tengingar og tengdi á ný. Setti grilliđ saman og setti í samband. Auđvitađ virkar ţađ sem aldrei fyrr.

 

 

 

Efniskostnađur: Enhver hundruđ króna. Varđ ađ kaupa stórt vélatengi í Húsó á fimmhundruđ og eitthvađ, ţar sem ekkert minna var til. Annars bara nokkrar skrúfur og skinnur sem ég skipti um.

Vinna: ca fjórir tímar.

 

Muniđ, ađ kreppa er hugarástand!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Vel ađ verki stađiđ, svona eiga menn ađ vera! *klapp* 

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.10.2008 kl. 20:24

2 Smámynd: Brattur

Ţú ert snillingur  og ekkert annađ... viđ erum alltof fljót á okkur ađ henda og kaupa nýtt ţegar eitthvađ bilar... verst hvađ ţetta var dýrt hjá ţér... ertu ekki međ 12.500.- kr. á tímann?

Brattur, 13.10.2008 kl. 21:45

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brilljant.  Var ađ henda mínu samlokugrilli.  Ţađ var ekki appelsínugult eđa grćnt ţađ var í nćpuhvítum lit.

Áfram međ nýtnina.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.10.2008 kl. 22:38

4 identicon

Jamm Brjánn, ţađ er ekkert bull í ţér ađ ţú ert nytsamur andskoti, svo ertu líka lćrđur rafeindavirki. en fyrir utan ađ vera lćrđur rafeindavirki ţá ertu bara helvíti klár í höndunum ađ fixa og laga hluti.  ţađ fer stundum í taugarnar á mér vegna ţess ađ ég er ţađ ekki. hehheheheh 

Steini tuđ (IP-tala skráđ) 14.10.2008 kl. 09:04

5 Smámynd: Brjánn Guđjónsson

rétt Brattur. 12.500 á tímann. Gerir fimmtíuţúsund fimmhundruđ og eitthvađ. Ţar sem ţetta er eđal antíkgripur hlýtur ţađ ađ teljast vel sloppiđ

Brjánn Guđjónsson, 14.10.2008 kl. 10:48

6 Smámynd: Thee

Brjánn ef ţú setur bók undir afturlappir grillsins, helst einhverja heilsubók. Ţá ertu kominn međ svona formanngrill.

Thee, 15.10.2008 kl. 10:44

7 Smámynd: Brjánn Guđjónsson

ţađ er sniđugt. ţá get ég látiđ alla fituna renna af grillinu og oní glas. drukkiđ hana svo í stađ lýsisins á morgnana

Brjánn Guđjónsson, 15.10.2008 kl. 11:44

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband